Wednesday, March 19, 2008

ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta

ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta
Hugsaði fyrst inbreed varðandi þjóðflokkinn og bara þjóðarsálina
nei má ekki segja svona en samt

sjá hér

sorglegt

Rölti Laugaveginn og Austurstræti síðasta laugardag og fékk alveg sting í hjartað. Ég labbaði framhjá 14 verslunar/kaffistöðum sem voru farin á hausinn. 14 húsnæði sem ekkert var í og þá taldi ég ekki með Austurstrætið þar sem Pravda var né friðuðu húsin við Laugaveginn.

Það verður að fara gera eitthvað í þessu

Monday, March 10, 2008

kattaróféti

Kötturinn minn á það til að vera algjört óféti. Var minnt á það í morgun að kötturinn minn réðst á mig einhvern tímann í nótt og ég þurfti hreinlega að sparka honum af mér - hann hefur greinilega verið í veiðiferð upp í rúmi í nótt.
Vaknaði og fór í ræktina og sá þá að ég var með stórt klór niður alla hökuna - vei smart -sæt í vinnunni. En ekki nóg með það þá var ég í stuttermabol að lyfta og sá allt í einu að ég var með tvö stungusár akkúrat í olnbogabótinni (veit ekkert akkúrat núna hvað þetta svæði heitir sem er klassískt svæði þar sem dópistar sprauta sig) - ég er sem sé með tvö stungusár þar og það er ekki eftir eitthvað skelfilegt djamm sem ég myndi sjá eftir for the rest of my life - heldur eftir köttinn minn - lítur ekki beint vel út - þetta eru sem sé bitförin eftir blessaðan köttinn.
Ef þetta væri á hálsinum þá væri eins og drakúla hefði heimsótt mig í gær

tútírúdídú

Jamm I know - ömurlegur bloggari - búin að vera stuck á facebook þegar ég hef gefið mér tíma í eitthvað annað í vinnu og bjór. Vinna og bjór hefur átt hug minn allan síðustu vikurnar og mánuðina og svo auðvitað ýmsir tilgangslausir leikir á facebook - eða er það kannski ekki tilgangslaust að vita að maður er meira attractive en einhver annar vinur vina manna - hmmm bara veit ekki en nú skal ég fara gefa mér tíma í þetta blogg mitt.