Friday, April 08, 2005

Hvar er boðskortið mitt?

Ekki sátt - brúðkaupið er á morgun og svo virðist sem boðskortið mitt hafi týnst í póstinum. Lélegt póstkerfi hér. Er að spá í að e-maila til Kalla eða á Buckingham Palace og segja þeim frá þessu. Þau verða ábyggilega rosalega svekkt ef ég kem ekki.

Friday, April 01, 2005

1.Apríl

Fyrsti apríl í dag og ég er búin að lenda í ýmsu.
Var boðuð í viðtal á Gatwick Airport í dag hjá fjármálafyrirtæki
Vakna klukkan hálfátta og ég get alveg sagt ykkur það að ég
hef ekki gert það í nokkuð langan tíma. Labba niðrá London Bridge
og taka þar lestina. Var með tölvuna með mér til að vinna í lestinni
Er soddan Eager Beawer að ég læt tölvuna sjaldan frá mér.
Kem svo á Gatwick og á eftir að slökkva á vélinni. Stend á brautarpallinum
og er að bíða eftir að hún slökkni á sér og þá kemur eitthvað signal problem
á henni að hún geti ekki slökkt á sér - shit - sama vandamál og síðast
og er ekki búin að gera Backup - uhhhhh
Ok - gat ekki alveg hugsað um það því ég var að fara í viðtalið.
Fer inná flugstöðina og spyr einhvern öryggisvörð um fyrirtækið og
Buckingham gate þ.e. þangað sem ég var að fara á - hann horfði mjög skringilega á mig
"Ó shit - er þetta Apríl gabb" - fyrsta sem mér datt í hug - hann sendi mig eitthvað
annað og hjúkkit þetta var til - svo ég þurfti að labba í smá stund og finna staðinn - sum sé ekki inná flugvellinum heldur utan við hann - labbi labbi labbi labb
finn ekki staðinn - "var konan í deskinu bara að gabba mig og er þetta alls herjar apríl gabb" "Er nefnilega ekki alveg viss um hvaða ráðningarstofa sendi mig á þennan stað - það væri nú einhverjum líkt að plata mig svona". "Þá fær sá hinn sami sko að borga fyrir það". En nei fann staðinn og gekk bara vel í viðtalinu - veit samt ekki neitt enn og býst við neii"
Þorði ekki að opna tölvuna fyrr en í lestinni tilbaka og viti menn tölvan var með aprílgabb - það var allt í lagi þegar ég kveikti á henni aftur - þvílíkur húmor í tölvunni minni. Og getið hvað - er búin að gera backup núna svo hún má alveg - þó helst ekki - leiðinlegt að standa í því.
En jæja þetta er dagurinn minn í dag - enn sem komið er - vona að það stríði mér enginn - er svo ginkeypt fyrir öllu - og trúi öllum - litla bláhærða ljóskan