Friday, September 30, 2005

Uff klukkuð

Uff nú var ég klukkuð af Sollu og þarf að fara að hugsa hmmm
Ok 5 hlutir sem þið gætuð ef til vill ekki vitað um mig og ég
gæti deilt með ykkur - er það ekki eitthvað svoleiðis

1. Ég þykist vera rosalega skipulögð og er það kannski alveg stundum en samt virðist alltaf geta verið allt í drasli hjá mér og ekkert á sínum stað. Virðist ekki geta skipulagt dótið í kringum mig en finnst ýkt gaman að skipuleggja fyrir aðra - svona eins og maður hjálpaði vinkonum sínum að taka til í herbergjum þeirra þegar maður var lítill og fannst það gaman en ekki að taka til í sínu

2. Alltaf þegar ég sé útidyrnar á heimili mínu þarf ég að pissa. Finnst greinilega svona afslappandi að vera komin heim

3. Ég er svolítil Arbeit macht Frei gella. Finnst gott og gaman að vinna. Vil vinna hörðum höndum og enda svo að vilja að allir aðrir í kringum mig geri það líka.Eins zwei, eins zwei.

4. Ég hata ánamaðka. Alveg síðan ég var lítil og labbaði í skólann og það var búið að rigna og á stéttinni lágu fullt af krömdum ánamöðkum þá hef ég verið með klígu fyrir þeim. Eiginlega öllum svona krömdum slepjóttum líkum á jörðinni - ojojojoj - steig einmitt á snigil um daginn og er enn með klígju - gat ekki stigið í hælinn í alveg smá tíma - gæsahúð og klígja

5. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór. Þegar ég var tveggja ætlaði ég annað hvort að verða forseti eða ballerína - veit ekki hvor starfsferilinn hentar enn fyrir mig. Er enn of ung til að verða forseti og sennilega og gömul í að verða ballerína. Ég held að þess vegna sé ég svona óviss um framtíðina.

Ok vá - tókst það - hef samt alveg fullt af öðru að segja en það verður bara að bíða seinni tíma.
Nú er bara að finna klukk fórnarlömb - sorrý maður - enn eitt sem þið vitið eða vitið ekki um mig - ég á erfitt með að slíta svona dóti
Jæja fórnarlömbin eru tattarrarta Drífa, Ólöf Ósk og Helga Dís
Sorrý maður

Til hamingju með afmælið Katla

Til hamingju með afmælið Katla
allir að klappa fyrir Kötlu hún er
þrítug í dag
veiiiiiii

Thursday, September 29, 2005

til hamingju með afmælið Sindri

Til hamingju með afmælið Sindri

Wednesday, September 28, 2005

Til hamingju Kermit

Til hamingju með afmælið Kermit
Kermit er 50 ára í dag -
trut trut
allir að hugsa til Kermits í dag
veiiiiii

Tuesday, September 27, 2005

Tilhamingju með ammælið Helga Dís

Til hamingju með afmælið Helga Dís
:)

Monday, September 26, 2005

lét káfa á mér

Ég leyfði manni að káfa á mér í gær. Svörtum alltílagi útlítandi manni að snerta mig og hann ýtti á alla réttu punktana og ég náði að slaka svo vel á að það var æði - stundi meira að segja lágt inná milli. Ég meina hvað á maður að gera þegar Lúlli er í burtu - maður þarf bara að redda sér. Reyndar er ég svo glötuð að ég þurfti að borga honum fyrir það. Hann sagði meiraaðsegja að ég væri í góðu formi eftir að ég var hjá honum í 15 mínútur (ég er reyndar ekki alveg sammála en hvað um það - ég var ekki að káfa á mér svo hann ætti að vita eitthvað)- hann var kannski að biðja um auka þjórfé? veit ekki en það er samt mjög fyndið að láta nudda sig inná miðjum markaði með alls lags dúndrandi tónlist í kringum sig - en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt

Friday, September 23, 2005

Góð grein í Mogganum

Bendi á mjög góða grein í mogganum í dag á bls. 24
njótið

prúð og stillt börn

Það er ekki á hverjum degi sem maður sér börn prúð og stillt börn í London - þau virðast vera í útrýmingarhættu. Vanalega sér maður krakka sem eru í raun dvergafótboltabullur og vandræðadvergar. Með þvílíkt orðbragð að ég (sem er svona á gamalsaldri) hrekk í kút og þori varla að labba framhjá þeim. Snoðaðar fótboltabullur og feitar stelpur með snakkpoka. En ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að í strætó í morgun kom inn faðir með tvo syni sína (svona 6-7 ára). Talaði mjög lágt við þá setti þá í sitt hvort sætið og þeir sátu þar stilltir og prúðir og lásu Spiderman og Batman. Yndislegt - engir stælar, ekkert orðbragð og engin öskur. Frábært. Þvílíkur munur frá öðru sem maður stundum upplifir. Það versta var t.d. í Tesco (Bónus) þar sem mamma sagði við krakkann sinn "Ef þú heldur ekki kjafti - ríf ég af þér handlegginn - og treð honum uppí þig" - Fallegt ekki satt - ekki nema von að flestir krakkarnir verða eins og þeir eru.

Getting down with the kids

Alltaf gaman og líka fyndið á skemmtilegan hátt að sjá fólk getting down with the kids. Stóð fyrir aftan konu í kaffibiðröðinni í morgun. Ekki svo sum til frásögu færandi nema hvað hún var svona 70-75 og fékk sér latte to go. Svo rölti hún bara út með kaffið sitt - vanalega sér maður eldri konur setjast niður í rólegheitunum og sötra kaffið sitt í tvo tíma eða svo - en þessi var greinilega 'far too busy' til að gera það.
Snilld - ég ætla að verða svona þegar ég er orðin stór

Tuesday, September 20, 2005

pílapína á heima hjá Solla og Sindra

Er búin að vera á fullu að vinna uppá síðkastið, með freelance dót og meira til. Svo er London fashion week byrjuð og maður verður alltaf að hendast á einhverjar sýningar þegar maður hefur tíma. Er reyndar bara búin að fara á 3 - verð ábyggilega ekkert sérlega dugleg í ár.
Kíkti í eitt fashion party í gær þar sem allir voru að sýna sig og sjá aðra - veit ekki hvort var meira af hverju
Svo kom ég heim til SS og þá fékk ég þær fréttir að mús hefði látið sjá sig - skaust sennilega undan eldhúsinnréttingunni - uhlulu -. Ég er svo mikill aumingi að ég svaf með ljós þar sem ég vildi allaveganna geta opnað hratt augun og sjá fljótt hvað væri við fæturna á mér ef ég heyrði eða fann eitthvað skrítið (sef nefnilega í stofunni og eldhúsið og stofan eru svona saman).
En svaf náttúrulega eins og grjót eins og vanalega - músin hefði ábyggilega getað borðað mig án þess að ég hefði tekið eftir því

Thursday, September 15, 2005

Kúl otur maður

Edal, er mest töff otor sem ég veit um hún beit two fingur af náttúrusjónvarpsþáttargerðarmanninum Terry Nutkins.

Viku fyrir slysið, var Edal orðin soldið þreytt á einni af konunum sem sáu um búrið hans. Áður en hún hætti gaf hún Terry peysuna sína. Hann var svo í þessari peysu þegar Edal réðst á hann. Edal bara tjúllaðist sagði Terry "mig langaði mest að henda henni í dyrnar, kasta henni út og skella í lás. En áður en Terry tókst að nálgast hurðina var Edal búin að naga sig í gegnum einn putta, "ég henti henni uppí loftið en hún náði að grípa í einn puttann minn á hinni hendinni og naga hann næstum af."

Hahaha
það borgar sig sum sé ekki að pirra oturinn Edal

Nýjasta staðan

Jæja börnin góð
nýjasta staðan er að ég verð hér til loka nóvember
sum sé kem heim í desember
vonandi getið þið lifað án mín :)
en ef ekki þá er alltaf hægt að kíkja yfir til mín
reddum einhvern veginn húsnæði :)
Annars er fínt tjaldstæði í suður London

Tuesday, September 13, 2005

hjá Sollu og Sindra

Nú eru Solla og Sindri búin að skjóta þaki yfir flóttamanninn frá Íslandi. Lilju var hent útúr herberginu sínu (vissi reyndar af því áður) og ég fluttu til SS á föstudaginn. Þau voru sjálf að flytja í Borough svo allir að koma sér fyrir. Fæ að gista í rúminu þeirra eins og er af því það getur bara einn sofið í því vegna risadældar sem er í því. Þau eru á meðan í sófanum sem ég fæ svo seinna - við skiptum sum sé seinna um herbergi. Já það er að segja ef það verður eitthvað seinna - er að bíða eftir nýjum fréttum hvað verður um mig hér - setti upp skilyrði sem ég veit ekki hvort verður samþykkt og annars kem ég kannski bara fljótlega heim. Er búin að reikna að ef ég fæ bætur heima þá er það næstum því það sama og ég er með hér - svona næstum því -
læt ykkur fylgjast með

Friday, September 09, 2005

Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Lúlli
Hann á afmæli í dag

Veiiiii
til hamingju með afmælið Lúlli
stór koss frá mér

Monday, September 05, 2005

Leiðist þér

Leiðist þér - situr fyrir framan tölvuna og nennir ekki að vinna eða hvað annað sem þú ættir að vera að gera prófaðu þá þetta:

Teygðu báðar hendurnar á þér fram þannig að þær séu í línu við axlirnar á þér
láttu lófana snúa niður

Hendurnar eru jafnlangar ekki satt (annars ertu eitthvað skrítin(n)

Ok nú kemur verkefnið - snúðu lófunum núna upp og beygðu hægri hendina þína að öxlinni þannig að þú snertir hægri öxlina - gerðu þetta í 30 sekúndur eða 30 sinnum

snúðu svo lófunum á báðum höndunum aftur niður -

hmmm hvað hefur gerst???!!!!
prófaðu

Sunday, September 04, 2005

það er erfitt að vera simpansi

Kínverskur simpansi er háður sígarettum.

Þessi simpansi er 26 ára og er byrjuð að keðjureykja. Hún fékk sinn fyrsta smók fyrir 15 árum þegar túrísti skyldi henti stubb sem hún nálgaðist. Ai Ai (Love Love á Mandarin) missti maka sinn nýlega og núna reykir hún til að kópa. Reykir allavegann 8 á dag. Dýragarðsliðið eru að reyna að venja hana á mjólk í staðinn. Hmmm spurning hvort það takist

http://www.thepittsburghchannel.com/irresistible/4899696/detail.html

gotharar

Fór í partý í gær og tók strætó heim
Gerði þau svakalegu mistök að setjast fyrir aftan gothara
ojbarasta lyktin maður - hárið var svo skítugt og gaurinn
setti hnakkann alltaf á sætið og ég hugsaði bara oj
fer alltaf núna með húfu í strætó

Ætli gotharar sofi hjá
allavegann er nóg af líkamsolíu
til að gera kynlífið skemmtilega slippery
ojojojojo

Friday, September 02, 2005

Idol bjargar öllu

Put down your weapons, pick up microphones!

Amid all the gloom in Iraq, one thing is
cheering everyone up. They've finally got Pop
Idol - and don't even have to put up with
Simon Cowell. Iraq Star started on satellite
station al-Sumeria six weeks ago, attracting
more than 2,000 contestants and almost
60% of the nation's viewers every night.
Sadly only a handful of women have dared
to brave the country's Islamist wingnuts
36 year old Nada had her Baghdad apartment
trashed after her appearance, while her
landlord cut off her electricity and
water supply. The early favourites are a
barber called Mohammed, who sang Celine Dion's
My Heart Will Go On, dressed in fake
leather jeans, platform shoes and a Star
Trek t-shirt, and Bilal, a 12 year old
boy from Mosul whose own composition about
the war's destruction of Iraq had all the
judges in tears.