Friday, November 24, 2006

ansk.

alltaf þegar ég er í strætó eða hjóla í vinnuna þá man ég svo margt sem ég þarf nú endilega að blogga um og deila með ykkur.
en ó nei um leið ég ég sest fyrir fram tölvuna þá man ég ekki neitt sem ég var að hugsa
svo nú ætla ég niður í Smáralind á eftir og kaupa mér litla minnisbók þar sem ég get alltaf krotað niður hugsanir mínar.
held það sé líka bara afbragssniðug hugmynd þar sem ég á það til að gleyma hlutum og vakna svo um miðjar nætur með hnút í maganum þar sem ég man allt í einu eftir því þá.

hmm ætli ég muni eftir að kaupa minnisblokk núna þegar ég er búin að blogga um það
gæti þetta haft vice versa áhrif
læt ykkur vita

Friday, November 17, 2006

lýtaaðgerð


ætli maður geti litið svona út eftir misheppnaða lýtaaðgerð

Thursday, November 16, 2006

pabbi litli

pabbi er alveg að brillera í sagnfræðinni svo maður verður að monta sig smá á honum.
Var í útvarpsviðtali í morgun klukkan 7 (já klukkan sjö) og ég vaknaði og hlustaði á gufuna klukkan 7 og hlustaði á kallinn. Þetta var bara ýkt flott hjá honum.
Og ég veit ekki hvort ég sé orðin rosalega miðaldra eða hvað en mér fannst bara mjög þægilegt að vakna klukkan 7 og hlusta á viðtöl og þess háttar.
ég þarf kannski að fara kaupa mér viðtæki inn í eldhús, elda morgunmat og hlusta á 7 fréttir og viðtöl.

Wednesday, November 08, 2006

Hvað heitir það aftur

ótrúlegt hvað heilinn á manni er lítill.
þegar ég var í menntó og í byrjun háskólans þá var karl í word sem var rosalega mikið notaður. Hann var svona svartur og mjór og var kannski að sparka í bolta, klóra sér í hausnum og svoleiðis. Núna man ég bara ekkert hvað þessi karl heitir og langar að vita það upp á forvitnissakir
Hver man hvað karlinn heitir?