Tuesday, February 27, 2007

Grín eða alvara

Oft er erfitt að meta hvort eitthvað sé algjört grín eða alvara. Hefur t.d. þessi fundið nýja hillu á markaðnum og ákveðið að nýta það eða notað þetta til að gera grín af svona fólki sem langar í svona.
Í þessu tilfelli þá hreinlega veit ég það ekki

Ætli bændasamtökin hefðu leyft ráðstefnu með þessum áhangendum

Monday, February 26, 2007

Yfirvinna

Ótrúlegt hvað maður vinnur mikið sumar vikur. Var frá í heila viku í þessum mánuði en er búin að ná þeim tímafjölda upp og gott betur.
Hmm það verður nú gott að komast bráðum í frí - er ekki alveg að koma sumar

Saturday, February 24, 2007

blót

var að velta fyrir mér blóti og hversu fáranlegt það getur verið og hversu skemmtilegt það getur veirð að þýða það beint
t.d.
I don't give a rats ass = Ég gef ekki rotturass
I don't give a flying fuck = Ég gef ekki fljúgandi ríð
Holy fuck = heilagt ríð
mad shit = brjálaður kúkur

stórkostlegt alveg

Sunday, February 18, 2007

komin heim

aldrei hefur mér liðið eins æðislega að vera komin heim eins og eftir þessa skemmtilegu dvöl mína á heilbrigðisstofnun á Íslandi. Mér leið eins og belju á vorin (þó ég viti nú ekki beint hvernig þeim líður). Hins vegar er ég ekki búin að gera mikið þessa dagana nema liggja upp í rúmi og taka töflur. Orðin algjör dópisti. Fékk reyndar fráhvarfseinkenni af morfíni aðfaranótt föstudags þegar ég var enn inni og lá alla nóttina með kramba í lærunum og vöðvunum og berjandi í fæturnar og bylta mér - þvílíkt og annað eins en lifði það af.
fórum svo í gær og sáum sigur íslenska víkingsins fyrir Eurovision - go Eiríkur go - Eva og Þór voru svo næs að bjóða okkur sjónvarpsleysungunum í heimsókn. Meðan þau sátu og drukku hvítvín - sem mig langaði ekkert smá í - sat ég með vatnsflösku og dóp - eins og einhver á E-i. Frábært að komast á meðal fólks á ný - maðurinn er greinilega félagsvera - eða þá allaveganna ég

Friday, February 16, 2007

bíða

Á meðan ég bíð eftir að verða útskrifuð sit ég og breyti bloggi og hlusta á kvalarfullar þjáningar konunnar við hliðina á mér sem er með eitthvað sem heitir stámi eða eitthvað slíkt - þ.e. poki ofan í ristilinn sem þarf að þrífa daglega (2svar á dag) ógeðslegt - ójá. Þessi grey kona kom fyrst inn í desember í eitthvað varðandi ristilinn og það voru gerð mistök og gert gat á ristilinn og nú er hún hér enn - fékk reyndar að fara heim um jólin - kom aftur í aðgerð og aftur voru gerð mistök - hvernig er það hægt
ohhh hvað ég er fegin að fara að losna héðan - bíð spennt eftir lækninum

kvart

jamm ég fékk kvart um að ég væri ekki búin að blogga neitt.
ég er samt með góða afsökun
fór í ristilspeglun á mánudaginn (jamm penetratuð í rassinn) og út frá því fékk ég innvortisblæðingar aðfararnótt þriðjudags. Nú er ég búin að liggja á illa lyktandi spítala - fastandi og loks þegar ég fastaði ekki lengur þá var ég látin borða þann versta mat sem ég hef á ævi minni smakkað - ég sver það gæti borðað nokkra hrútspunga í staðinn fyrir þetta - hvernig er hægt að eyðileggja hráefni svona mikið.
En góðar fréttir á að fara heim í dag - veii - og já það er internet á spítalanum svo ég er búin að geta unnið eitthvað en hafði ekki orku til að blogga fyrr en nú - sorrý :)
svo nú bíður mín bara haugur af vinnu þegar ég kem aftur til vinnu - vonandi á mánudag en helgin fer ábyggilega að pína í sig mat og slaka á -ótrúlegt hvað það er erfitt að borða aftur eftir að hafa fastað í svolítinn tíma.
en góða helgin krúttin mín og sorrý fyrir lítið blogg

Friday, February 02, 2007

Ábyrgir neytendur

Ég gleymi því aldrei þegar ég bjó í Danmörku og vinkona mín var úti í búð að kaupa mat. Hún setti meðal annars kjúklingabringur í körfuna sína en þá kom þar askvaðandi gömul kona og sagði "Vi köber inte kylling nu" og tók kjúklinginn og setti hann aftur upp í hillu. Mín bara þorði ekki annað en að hlíða - það var nýbúið að hækka kjúklingaverð í Danmörku og þar standa sko neytendur saman. Það er alltaf hægt að finna eitthvað annað i soðið. Hvernig væri að við myndum taka okkur þá til fyrirmynda og gera nákvæmlega það sama. Hætta að versla við liðið sem er stanslaust að hækka vörurnar sínar og gerast ábyrgir neytendur.
Þetta tekur ekki á - bara prenta út listann og vera meðvituð um hvað er í gangi í kringum okkur.
Verum meðvitaðir ábyrgir neytendur en ekki kaupóðir Íslendingar sem er alveg sama um verðlag