Thursday, May 25, 2006

þetta er merkilegt

þetta þykir mér afskaplega merkilegt. Væri gott ef maður gæti hreinlega sótt um nafnlaust.

Friday, May 19, 2006

ALLIR SEM ELSKA REYKJAVÍK EINS OG HÚN ER

Vinsamlegast látið fólk vita af þessu

Ágæta fólk

Næstkomandi laugardag verður efnt til hátíðar á horni Klapparstígs og Laugavegar frá kl. 11-17. Þar verður markaður, lifandi tónlist og fjölbreytt önnur dagskrá.
Tilgangurinn er að vekja athygli á yfirvofandi niðurrifi húsa við Laugaveg. Búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi 29 af elstu húsunum við Laugaveg, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Við sem stöndum að þessari hátíð viljum að borgaryfirvöld setji skýrar reglur um hús þau sem munu rísa í stað þeirra sem fjúka og að hagsmunir verktaka stjórni ekki ferðinni. Nýsamþykkt deiliskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að 4 og 5 hæða blokkir rísi í stað gömlu húsanna sem munu byrgja fyrir sólina og þar með munu Reykvíkingar tapa mikilvægum minnisvörðum um sögu sína og verslun.

Blómleg markaðstemning verður á hátíðinni og meðal tónlistaratriða verða:
Bogomil Font, KK, Mugison, Gusgus Dj’s, Hairdoctor, Bob Justmann og plötusnúðarnir Margeir, KGB, Eva og Ellen, og Natalie.
Miðbær hverrar borgar er spegill á sögu hennar og við viljum hvetja til virðingar við söguna og fjölbreytileikann í komandi kosningum.
Vinsamlegast sendið póstinn á sem flesta

Thursday, May 18, 2006

þvílíkur bloggari

lélegur bloggari - ekki hægt að segja annað
nú ætla ég að fara að taka mig á í þessu.
Fréttir:
- Hætt hjá Skjali
- Farin að vinna sem sérfræðingur á markaðs og kynningarsviði fyrir TM
Software
- Veit ekkert um hugbúnað
- Hjóla í klukkutíma á dag til að fara í og úr vinnu - spurning hversu lengi
það endist
- Fór á danssýningu í gær - Mjög gaman og drama - lenti í því að það leið yfir
mann í áhorfendasalnum og ljósin voru kveikt og hrópað er læknir í húsinu.
Maðurinn var búinn að æla (ekki fullur - þekki kallinn) og enginn settist
aftur nálægt því svæði sem hann var á) heldur stóðu út í horni hluta af
sýningunni
-margir héldu að þetta atriði væri partur af sýningunni.
- Eurovision undankeppni í kvöld og ég er ekki einu sinni búin að velja mér land til að halda með fyrir aðalkeppnina - sorry Katla - búið að vera svolítið mikið að gerast í hausnum mínum.

Nóg í bili

Tuesday, May 09, 2006

fréttir í beinni

fór í sturtu í morgun - var ekki komin með sjampó í hárið guði sé lof því heita vatnið fór. Úff hvað er að gerast - kalt kalt kalt - hmmm allar óhugnanlegar hugsanir spruttu í kollinn á mér
en svo fór ég fram og þá er heitavatnsrör niður á Hlemmi sprungið
þar er núna lögga og heitavatnskallar að beina öllum frá og allt er rosalega spennandi að fylgjast með þessu. hvað ætli gerist meira

Friday, May 05, 2006

Thursday, May 04, 2006

Er ég að pína mig

Augnlokin á mér eru einstaklega þung í vinnunni í dag. Kannski hefði ég ekki átt að vakna fyrr og fara í ræktina (fyrsta sinn í langan tíma - jamm skamm skamm). Fór út í hádeginu og það var gott veður - labbaði aðeins laugaveginn og fólk sat á út á kaffihúsum og drakk bjór og hvítvín - en ekki ég - þurfti að mæta aftur í vinnu og sit nú með mjög þung augnlok að þýða og hlusta á beach boys. Og beach boys eru ekki beint að halda mér við hugann að vinnunni þar sem ég er farin að sjá mig liggjandi sofandi á strönd með bjór í hendi.
hmmm kannski komin tími til að skipta um tónlist áður en ég rýk á dyr og skelli mér til kaliforniu og gerist beachari.

Monday, May 01, 2006

Súrt

Frekar súr stemmning hér. Sit í stól og er að vinna og einhver nágranni er með gettótónlist eins og eminem - spilað mjög hátt og svo inn á milli heyri ég gráturinn og rifrildið frá nágrönnunum við hliðiná. Frekar súr stemmning líður eins og ég sé hvítt hyski í trailor park.