Augnlokin á mér eru einstaklega þung í vinnunni í dag. Kannski hefði ég ekki átt að vakna fyrr og fara í ræktina (fyrsta sinn í langan tíma - jamm skamm skamm). Fór út í hádeginu og það var gott veður - labbaði aðeins laugaveginn og fólk sat á út á kaffihúsum og drakk bjór og hvítvín - en ekki ég - þurfti að mæta aftur í vinnu og sit nú með mjög þung augnlok að þýða og hlusta á beach boys. Og beach boys eru ekki beint að halda mér við hugann að vinnunni þar sem ég er farin að sjá mig liggjandi sofandi á strönd með bjór í hendi.
hmmm kannski komin tími til að skipta um tónlist áður en ég rýk á dyr og skelli mér til kaliforniu og gerist beachari.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment