Friday, February 25, 2005

Lailaforsale

Fyndið
hafði ekkert að gera í smástund í dag - gerist svona einstaka sinnum í atvinnuleysinu
svo ég fór að skoða netið og reyna að sjá hversu fræg ég er orðin.
Ekki segja mér að þið hafið aldrei googlað ykkur hmmm
eða er ég kannski bara svona sjálfhverf
allaveganna þá komst ég að því að ég er til sölu þar sem hægra megin birtist
auglýsingin Lailaforsale
Kíkið bara á þetta

http://search.ebay.co.uk/Laila_W0QQfclZ4QQfkrZ1QQfnuZ1QQfnuZ1QQfromZR8QQfsopZ1QQsaatsZ3

Mínum fannst þetta mjög fyndið
ha ha ha ha

Monday, February 21, 2005

Snæfinnur snjókall

Það snjóaði í stórborginni London í dag
Hvað á það að þýða
eins og það sé ekki nóg að það eigi að rigna hérna á hverjum degi
þarf að snjóa líka
Hef heldur aldrei séð svona skrítinn snjó
breskur snjór er furðulegur
hann var í laginu eins og haglél
en meiddi ekki - bara skrítið
og ég á strigiskóm að kaupa blöð til að leita uppi auglýsingar
(atvinnuauglýsingar hvað annað)
En mér fannst þetta bara fyndið
Ætli allt lestarkerfið hafi ekki farið í klessu
gerist vanalega svona nokkrum sinnum um vetur
Uhhh ekki hægt að lestast vegna snjókorna á lestarteinunum
og á haustin er það uhhh ekki hægt vegna laufblaða

Saturday, February 19, 2005

Öfga löt

Sorrý´
búin að vera öfga löt að blogga sorrý maður
Allaveganna búin að vera mikið á lífinu undanfarin
fór í partý til vinar míns úr skólanum síðasta laugardag og
ætlaði að vera róleg á því þar sem ég þurfti að mæta á London Fashion Week
klukkan hálftíu næsta morgun.
En þið vitið hvernig það er þegar maður ákveður að vera rólegur
enduðu sum sé kvöldið á að staupa vodka (rússneska bæ þí vei) sem
rússký karaba vinur minn Maxim kom með frá Rússkýlandi.
Ég og Giorgio (vinur minn frá Italíu sem á heima hér rétt hjá) tókum svo
næturstrætó heim. Vorum það glæsileg að við sáum ekki númerin á strætóunum
tókum vitlausa strætóa og enduðu um í rassgati - komust þó heim
á endanum eftir mjög viðburðarríka ferð (tveimur tímum eftir brottfarartíma
úr partýinu). En það var ýkt gaman.
Var svo mætt á LFW (London Fashion Week) sver það enn í glasi klukkan hálftíu
á sunnudeginum. Alveg eins og ekta tískudrós djammandi frameftir nótt og
mætt sæt og fín um morguninn. Var meira að segja í skapi eins og ekta tískari
og dissaði meira að segja fyrstu sýninguna (hún var líka glötuð) Já þið getið
annars lesið um það á Mbl.is þar sem þar var birt grein um mig á þriðjudaginn síðasta.
Jebb kiss my toes - er orðin fræg -
Bauð Sollu svo á LFW á miðvikudaginn á þrjár sýningar og við fengum okkur rauðvín og
bjóra á milli sýninga og vorum orðnar ansi fínar með okkar á síðustu sýningunni
settumst á fremsta bekk og fengum fullt af fríbý dóti, snyrtivörur, hársprey, ´Whiskey og ég veit ekki hvað. Svaka gellur.
Svo í gær fór ég aftur að tjútta og hitta vini míni - þarf reyndar að vinna um helgina á sólbaðsstofunni sem ég er reyndar hætt á. Jamm sagði upp um daginn - eftir að Sollu og
Lúlla var sagt upp - fýlaði ekki beint andrúmsloftið þarna - illa rekinn staður. Og er bara
að bíða eftir frekari vinnum (krossleggjum fingurna). Jæja nóg í bili
hætt að tala. Læt ykkur fylgjast með framvindu mála

Monday, February 07, 2005

Ok er að verða desperate

Ok ég er að verða desperate
vantar vinnu - langar í almenningilega vinnu
is anybody out there who would like to hire me
- Fáranlega leiðinlegt að finna að maður gerir
ekkert gagn
bloggar bara daginn út og inn
En hef samt alveg nóg að gera er að vinna í vefsíðu
var um helgina og í síðustu viku á vörusýningum
var að skrifa grein um helgina
og þarf að skrifa fleiri
hmmm hef ég tíma fyrir almennilega vinnu
jújú svo ef einhver heyrir af einhverju
endilega látið mig vita