Monday, February 21, 2005

Snæfinnur snjókall

Það snjóaði í stórborginni London í dag
Hvað á það að þýða
eins og það sé ekki nóg að það eigi að rigna hérna á hverjum degi
þarf að snjóa líka
Hef heldur aldrei séð svona skrítinn snjó
breskur snjór er furðulegur
hann var í laginu eins og haglél
en meiddi ekki - bara skrítið
og ég á strigiskóm að kaupa blöð til að leita uppi auglýsingar
(atvinnuauglýsingar hvað annað)
En mér fannst þetta bara fyndið
Ætli allt lestarkerfið hafi ekki farið í klessu
gerist vanalega svona nokkrum sinnum um vetur
Uhhh ekki hægt að lestast vegna snjókorna á lestarteinunum
og á haustin er það uhhh ekki hægt vegna laufblaða

No comments: