Thursday, June 28, 2007

Dilemna

Flott saga um þetta klassíska dilemna -á maður að vera feministi eða fylgja tískunni eða er hægt að gera bæði og líka klassískt eitthvað sem allir hafa lent í

Monday, June 25, 2007

enn eitt banaslysið

Enn eitt banaslysið varð við kárahnjúka í dag - sjá hér
er náttúran kannski að segja okkur eitthvað ????
og ef svo - ætli það verði hlustað á hana

Friday, June 15, 2007

Kaffiskrattinn

mætti halda að það væri mánudagur
ég helt stórum bolla af kaffi - fyrsta morgunbollanum yfir allt skrifborðið mitt áðan
náði að bjarga tölvunni og lyklaborðinu en músin blotnaði smá. Nú þegar ég er búin að þrífa það allt upp angar allt í kringum mig af kaffi.


Jæja ég ætti þó allavega að vera vel vakandi í vinnunni í dag


Friday, June 08, 2007

Hraði þjóðfélagsins

Þjóðfélagið okkar er á fleygiferð og er því hraðinn farinn að skipta meira máli en gæðin
Mogginn hefur t.d. alltaf verið mjög duglegur við að prófarkalesa en eftir að hraðinn í vefmiðlunum kom á laggirnar hefur þetta breyst gríðarlega. ég hef tekið eftir þessu í gegnum árin að það eru stafsetningarvillur, málvillur, vantar stafi og fleira og það nýjasta er núna að hægt er að lesa upphaflegu greinina að hluta til á móðurmáli þess sem skrifaði hana e.t.v. upphaflega

Connery, lék dr. Henry Jones í þriðju Indiana Jones-myndinni - Sir Sean, who played Dr Henry Jones in 1989's Indiana Jones and the Last Crusade - sem kom út árið 1989. Hann segist hafa íhugað það vel og lengi hvort hann ætti að taka að sér hlutverkið eður ei.

Flýtum okkur aðeins hægar

Tuesday, June 05, 2007

París og aftur París

Alltaf fæ ég jafn mikinn hroll þegar ég skoða slúðrið varðandi París Hilton
Nýjasta sem hún sagði var:

að þrátt fyrir að hún væri óttaslegin væri hún reiðubúin að taka afleiðingum gjörða sinna, en hún var dæmd í 23 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorðsbundinn dóm er hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Kvaðst hún með þessu vonast til að geta sett ungum stúlkum gott fordæmi.

What setja þeim gott fordæmi - já það er allt í lagi að keyra fullur og það oftar en einu sinni en þú þarft samt að fara í fangelsi. Svo verðurðu á spes álmu - ef þú átt pening o.s.frv.
Hún talar ekki um að hún iðrist gjörða sinna heldur að setja gott fordæmi - hvernig getur þessi gella sagt svona - hefur aldrei - ekki að minni vitund gert nokkurn skapaðan hlut sem er gott fordæmi fyrir aðrar ungar stúlkur
. djís