Tuesday, November 29, 2005

með hækkandi sól

ég kem heim með hækkandi sól
verð hér í London þar til 27.desember og
á þá flug heim - Lúlli kemur til mín yfir jólin
og svo fljúgum við saman heim
það verður fyndið að fljúga aftur með einhverjum
er búin að fljúga svo mikið ein upp á síðkastið
sjáusmt eftir ca. mánuð og verið búið að
þýða Ísland og gera það að hitabeltiseyju

gaman saman

allir geta haft gaman saman
http://www.designplastik.com/h/misc/disrobics.wmv

Friday, November 25, 2005

yfir strikið?

Ok sumir fara kannski aðeins yfir strikið
kíkið á þetta
http://www.break.com/articles/houselights.html

og spáið í rafmagnskostnaðnum

Thursday, November 24, 2005

er ég skepna?

Það var dvergur að labba yfir götuna hérna
og ég var að fylgjast með honum
ég verð að viðurkenna að mér stökk nú bros á vör (jafnvel aðeins meira en það)
ok ég er skepna en svona er það nú
þeir labba bara svo fyndið að ég get bara ekki gert annað

Wednesday, November 23, 2005

eftir að Lúlli fór

Eftir að Lúlli fór var mikil sorg hjá Lailunni
en það reddaðist með því að sökkva sér í vinnu
og vinna eins og geðsjúklingur eins og hún á
að sér að gera - og náttúrulega fá sér
auðvitað bjór og rauðvín inná milli
hvað annað er hægt að gera
Ég þurfti líka að vinna ýmislegt upp þar sem
ég fór til þýskalands þarnæstu helgi eftir að Lúlli var
og þurfti að vinna fyirr því fríi
- fáið að vita af því fljótlega

vá langt síðan

jamm og jæja
langt síðan að ég bloggaði svo ég ætla að hafa nokkra kafla til að gera ekki hvert blogg of langt
Lúlli er sum sé kominn og farinn - litla skinnið mitt
nutum þess ekkert smá vel að vera saman í London á ný
Gamla hverfið og Brick Lane varð fyrir valinu á föstudaginn
svo var laugardagsmorgun byrjaður með strútahamborgara og
rómantískri göngu við Thames með kaffibolla í hönd og smá versl
og svo út að borða á skemmtilegum öðruvísi veitingarstað þar
sem við borðuðum m.a. krókódíl, páfugl, kengúrú, gull og súkkulaðihúðaðan
sporðdreka drukkum absent sem snákur lá í og meira til
rosa gaman og öðruvísi svo var tekinn leigubíll heim - einhverra hluta vegna
Vaknað snemma á sunnudegi og haldið aftur uppí gamla hverfi
beigla og markaður og fórum svo niðrí bæ að versla meira
og drekka bjór og hittum Sollu og Sindra og
borðuðum á ítölskum stað.
Mánudaginn aftur niðrí bæ að dunda sér og drekka bjór
og svo kom leiðinda kveðjustundin - en þannig er nú bara lífið
Lúlli hélt á klakann og Laili einn í London
sniff sniff

Tuesday, November 22, 2005

fost i thyskalandi

Hallo allir

veit ad eg er ekki buin ad vera dugleg ad skrifa
Lulli kominn og farinn
Og eg fost i thyskalandi
get ekki skrifad um thad nuna thar sem
eg er ad vinna a ISDN og tharf ad athuga
postinn minn o.s.frv.
faid allar frettir fljotlega

Friday, November 04, 2005

Ekki kominn

Lúlli er ekki enn búinn að hringja
átti að hafa lent fyrir 28 mínútum síðan samkvæmt
stansted airport síðunni
hmmmmm hvar er hann????????!!!!!!!!!!
Ætti ég kannski að hringja í hann

brjóst

Solla fann undirfatabækling niðri
og kom með hann upp
ég flétti í gegnum hann og verð að segja að
allar fyrirsæturnar eru með alveg rosalega stór brjóst
frekar óvanalega stór miðað við svona undirfatafyrirsætur

Uhhh
föttuðum svo (svolítið seinar - en common það er föstudagur - heilinn kominn í frí)
að þetta voru undirföt fyrir curvy konur - þær eru reyndar allar mjóar með stjór brjóst- það eru sum sé brjóstahaldarar frá G og Upp í JJ - JJ hvað er það?! Ja hérna júgrin! eða Jarful Jugs
ég veit bara hreinlega veit ekki
ég hef alltaf sagt að stæðsta númerið ætti að vera Ö fyrir Ömurlega stór en
ég held að JJ sé kannski alveg nóg

Beðið eftir Lúlla

Lúlli er að koma ligga ligga lái
hann á að hafa lent fyrir 3 mínútum síðan
hann er samt ekki enn búinn að hringja og
segjast vera kominn í lestina
finnst ykkur ég of óþreyjufull?

Thursday, November 03, 2005

Andvaka

Enn ein nóttin sem ég enda á að vera andvaka - finna réttu stellinguna
berja í koddann og bölva því að ég geti ekki sofnað
óþolandi
Tók á það ráð í nótt að fara að telja bíla - það er hlusta á umferðina og giska á hversu margir bílar væru að keyra fram hjá - svona í staðinn fyrir að telja kindur
(þetta er það sem borgarbörn gera ábyggilega þar sem margir hafa ekki séð kindur)
Veit ekki hvort bílatalningin virkaði eða ekki
en á endanum sofnaði ég þó
og nú sit ég í vinnunni geyspandi þar sem þrátt
fyrir andvöku vaknaði ég 6:50 á undan vekjaraklukkunni