Enn ein nóttin sem ég enda á að vera andvaka - finna réttu stellinguna
berja í koddann og bölva því að ég geti ekki sofnað
óþolandi
Tók á það ráð í nótt að fara að telja bíla - það er hlusta á umferðina og giska á hversu margir bílar væru að keyra fram hjá - svona í staðinn fyrir að telja kindur
(þetta er það sem borgarbörn gera ábyggilega þar sem margir hafa ekki séð kindur)
Veit ekki hvort bílatalningin virkaði eða ekki
en á endanum sofnaði ég þó
og nú sit ég í vinnunni geyspandi þar sem þrátt
fyrir andvöku vaknaði ég 6:50 á undan vekjaraklukkunni
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
fínn pistill eftir þig í Málinu
ah takk fyrir
takk fyrir
Post a Comment