Magnað það er eins og mér takist hreinlega ekki að stilla klukkuna
Þetta er í fjórða skiptið síðan ég bý hér í London sem að ég klúðra
breytingunni á tímanum. Bæði ég og Solla vorum búnar að tékka vandlega á þessu
og vorum með það á hreinu að tíminn myndi breytast klukkan tvö aðfaranótt mánudags
en nei ó nei. Solla var búin að bjóða mér með sér í ræktina og ætluðum við í Body Pump klukkan 11 í dag og svo þegar við mætum á staðinn þá er bara ekkert Body Pump í gangi og við rosa gellur búnar að setja pallana, stangirnar og dýnurnar og tilbúnar og allt. Þá kemur kona og spyr hvort það eigi nú ekki að vera Circuit tími hér. Við bara 'nei nei það er Body Pump núna" - og hún "nei klukkan er bara 10 og Body Pump klukkan 11". Við pökkuðum dótinu aftur saman og vorum nú ekki alveg að trúa henni þar sem klukkan í salnum var 11 og Solla tékkar í móttökunni og það var sum sé rétt hjá konunni. "Agjörir lúserar"
Shit hvað gerum við þá - jæja drifum okkur í Circuit tímann sem var svona stöðvaþjálfun - púl og lyftingar - mjög gaman - soldið sætur þjálfari svo þetta reddaðist allt saman
whew
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það er gott að vera snillingur!
Post a Comment