Jæja þetta var nú ágætis helgi náði að slaka á og gera fullt
Föstudag fór ég á Royksöpp tónleika með Sollu og Sindra - mikið stuð og mikið gaman
fannst einstaklega gaman og athyglisvert að fylgjast með gaurnum sem stóð við hliðina á mér þar sem ég var í gallabuxum og hlýrabol og hann með krossleggðar hendur, í þykkum leðurjakka og húfu - jamm á sveittum tónleikum - áttuðum okkur svo á því að hann var lífvörður og icon dópdílarans á svæðinu.
Laugardagur fór í langan göngutúr með Sollu um London. Ég var í smá greina og myndaleit og dró Sollu greyið með (hún vildi samt koma - ég bara bauð henni að koma með) og ég labbaði náttúrulega með hana á vitlausa stöð og dró hana um hálfa London fótgangandi - en ýkt hressandi og gaman og enduðum (aðs sjálfsögðu) í einu rauðvínsglasi.Svo fóru hún og Sindri í leikhús Vesturport - en ég var heima að vinna og horfa á video - næs
Sunnudagsmorgun - Body Pump - jeminn eini er náttúrulega varla búin að hreyfa mig fyrir utan labb og Solla bauð mér í ræktina með sér (hún á svona gesta miða) æðislegt að hreyfa sig aftur og lyfta smá lóðum en harðsperrurnar eru alveg að skemmta líkamanum mínum í dag. Eftir tímann dreif ég mig niður á Viktoria og hitti þar Lilju og við drifum okkur til Oxford -rútuferð um 1-1:30 tími. Mission sjá norn í krukku. Það er sum sé norn í krukku á safni í Oxford og alls lags vúdú dót - við komum til Oxford um 4 og safnið lokaði 4:30 en við náðum að sjá nornina sem var í silfurkrukku, og alls lags vúdudót - t.d. mínífóstur og hundakjálka. Hundakjálkann áttirðu að ganga með á þér og ef illir andar væru nálægt þá myndi hann gelta - shit ég myndi pissa á mig af hræðslu - frekar út af þessu skerí gelti heldur en einhverjum illum öndum. Jæja náðum líka að kíkja á náttúrusögu safnið þarna sem er með alls lags beinagrindur og skemmtileg heit og geimsteina. Enduðum svo í rómantísku strolli um university garðinn og smygluðum okkur bak við hjá einhverri guðfræðistofnun og skoðuðum okkur um. Svo kom leitin mikla að veitingastað þar sem við vildum eitthvað oxfordish en ekki pubbamat og ekki keðju - það tókst ekki og enduðum eftir tveggja tíma labb og leit að fara á Pizza Express (keðju). Ágætis matur nema hvað þegar við förum út byrjar Lilja að fá hræðilega krampa í magann svo ákváðum að drífa okkur upp í rútu heim til London. Svo uppí rútu og á fyrsta stoppi (enn inní Oxford) hleypur Lilja út og gubbar allri pizzunni í einhverja ruslatunnu - ég sjálf með geðveika krampa -greinilega ekki í lagi með pizzurnar en náði að halda niðri matnum en Lilja greyið fór 4sinnum að æla í klósettið í rútunni og það var varla líft fyrir lykt -
en loks komumst við heim til London og ég get sagt ykkur að ég var mikið fegið þegar ég gat loksins skriðið uppí sófa með öryggisteppi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment