Friday, October 14, 2005

SÚKKULAÐI

Í gær ákváðum við (SSL - Solla, Sindri og Laila) að horfa á Charlie and the chocolate factory. Ég tók ekki annað í mál en að það yrði keypt fullt af súkkulaði áður en horft yrði á þessa mynd - var búið að vera planað í einhvern tíma og búin að spara mér nammiát. Svo ég og Solla fórum út í sjoppu og keyptum kók og ýkt mikið af súkkulaði (sem náðist bæ þí vei ekki að klárast)
En nammi namm - sama þó Johnny Depp leiki frík og líki eftir Mikjáli Jakobssyni þá er hann alltaf sama jummýið - Og nú var hann meira að segja súkkulaðihjúpaður
What more can one ask for

1 comment:

Skoffínið said...

Ég elska einmitt Jhonny Depp en ég skil ekkert í mér ad ég er ekki ennthá búin ad skoda thessa raemu hmmm