jamm og jæja
langt síðan að ég bloggaði svo ég ætla að hafa nokkra kafla til að gera ekki hvert blogg of langt
Lúlli er sum sé kominn og farinn - litla skinnið mitt
nutum þess ekkert smá vel að vera saman í London á ný
Gamla hverfið og Brick Lane varð fyrir valinu á föstudaginn
svo var laugardagsmorgun byrjaður með strútahamborgara og
rómantískri göngu við Thames með kaffibolla í hönd og smá versl
og svo út að borða á skemmtilegum öðruvísi veitingarstað þar
sem við borðuðum m.a. krókódíl, páfugl, kengúrú, gull og súkkulaðihúðaðan
sporðdreka drukkum absent sem snákur lá í og meira til
rosa gaman og öðruvísi svo var tekinn leigubíll heim - einhverra hluta vegna
Vaknað snemma á sunnudegi og haldið aftur uppí gamla hverfi
beigla og markaður og fórum svo niðrí bæ að versla meira
og drekka bjór og hittum Sollu og Sindra og
borðuðum á ítölskum stað.
Mánudaginn aftur niðrí bæ að dunda sér og drekka bjór
og svo kom leiðinda kveðjustundin - en þannig er nú bara lífið
Lúlli hélt á klakann og Laili einn í London
sniff sniff
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment