Saturday, February 19, 2005

Öfga löt

Sorrý´
búin að vera öfga löt að blogga sorrý maður
Allaveganna búin að vera mikið á lífinu undanfarin
fór í partý til vinar míns úr skólanum síðasta laugardag og
ætlaði að vera róleg á því þar sem ég þurfti að mæta á London Fashion Week
klukkan hálftíu næsta morgun.
En þið vitið hvernig það er þegar maður ákveður að vera rólegur
enduðu sum sé kvöldið á að staupa vodka (rússneska bæ þí vei) sem
rússký karaba vinur minn Maxim kom með frá Rússkýlandi.
Ég og Giorgio (vinur minn frá Italíu sem á heima hér rétt hjá) tókum svo
næturstrætó heim. Vorum það glæsileg að við sáum ekki númerin á strætóunum
tókum vitlausa strætóa og enduðu um í rassgati - komust þó heim
á endanum eftir mjög viðburðarríka ferð (tveimur tímum eftir brottfarartíma
úr partýinu). En það var ýkt gaman.
Var svo mætt á LFW (London Fashion Week) sver það enn í glasi klukkan hálftíu
á sunnudeginum. Alveg eins og ekta tískudrós djammandi frameftir nótt og
mætt sæt og fín um morguninn. Var meira að segja í skapi eins og ekta tískari
og dissaði meira að segja fyrstu sýninguna (hún var líka glötuð) Já þið getið
annars lesið um það á Mbl.is þar sem þar var birt grein um mig á þriðjudaginn síðasta.
Jebb kiss my toes - er orðin fræg -
Bauð Sollu svo á LFW á miðvikudaginn á þrjár sýningar og við fengum okkur rauðvín og
bjóra á milli sýninga og vorum orðnar ansi fínar með okkar á síðustu sýningunni
settumst á fremsta bekk og fengum fullt af fríbý dóti, snyrtivörur, hársprey, ´Whiskey og ég veit ekki hvað. Svaka gellur.
Svo í gær fór ég aftur að tjútta og hitta vini míni - þarf reyndar að vinna um helgina á sólbaðsstofunni sem ég er reyndar hætt á. Jamm sagði upp um daginn - eftir að Sollu og
Lúlla var sagt upp - fýlaði ekki beint andrúmsloftið þarna - illa rekinn staður. Og er bara
að bíða eftir frekari vinnum (krossleggjum fingurna). Jæja nóg í bili
hætt að tala. Læt ykkur fylgjast með framvindu mála

No comments: