Vinsamlegast látið fólk vita af þessu
Ágæta fólk
Næstkomandi laugardag verður efnt til hátíðar á horni Klapparstígs og Laugavegar frá kl. 11-17. Þar verður markaður, lifandi tónlist og fjölbreytt önnur dagskrá.
Tilgangurinn er að vekja athygli á yfirvofandi niðurrifi húsa við Laugaveg. Búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi 29 af elstu húsunum við Laugaveg, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Við sem stöndum að þessari hátíð viljum að borgaryfirvöld setji skýrar reglur um hús þau sem munu rísa í stað þeirra sem fjúka og að hagsmunir verktaka stjórni ekki ferðinni. Nýsamþykkt deiliskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að 4 og 5 hæða blokkir rísi í stað gömlu húsanna sem munu byrgja fyrir sólina og þar með munu Reykvíkingar tapa mikilvægum minnisvörðum um sögu sína og verslun.
Blómleg markaðstemning verður á hátíðinni og meðal tónlistaratriða verða:
Bogomil Font, KK, Mugison, Gusgus Dj’s, Hairdoctor, Bob Justmann og plötusnúðarnir Margeir, KGB, Eva og Ellen, og Natalie.
Miðbær hverrar borgar er spegill á sögu hennar og við viljum hvetja til virðingar við söguna og fjölbreytileikann í komandi kosningum.
Vinsamlegast sendið póstinn á sem flesta
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment