Friday, February 16, 2007

kvart

jamm ég fékk kvart um að ég væri ekki búin að blogga neitt.
ég er samt með góða afsökun
fór í ristilspeglun á mánudaginn (jamm penetratuð í rassinn) og út frá því fékk ég innvortisblæðingar aðfararnótt þriðjudags. Nú er ég búin að liggja á illa lyktandi spítala - fastandi og loks þegar ég fastaði ekki lengur þá var ég látin borða þann versta mat sem ég hef á ævi minni smakkað - ég sver það gæti borðað nokkra hrútspunga í staðinn fyrir þetta - hvernig er hægt að eyðileggja hráefni svona mikið.
En góðar fréttir á að fara heim í dag - veii - og já það er internet á spítalanum svo ég er búin að geta unnið eitthvað en hafði ekki orku til að blogga fyrr en nú - sorrý :)
svo nú bíður mín bara haugur af vinnu þegar ég kem aftur til vinnu - vonandi á mánudag en helgin fer ábyggilega að pína í sig mat og slaka á -ótrúlegt hvað það er erfitt að borða aftur eftir að hafa fastað í svolítinn tíma.
en góða helgin krúttin mín og sorrý fyrir lítið blogg

No comments: