aldrei hefur mér liðið eins æðislega að vera komin heim eins og eftir þessa skemmtilegu dvöl mína á heilbrigðisstofnun á Íslandi. Mér leið eins og belju á vorin (þó ég viti nú ekki beint hvernig þeim líður). Hins vegar er ég ekki búin að gera mikið þessa dagana nema liggja upp í rúmi og taka töflur. Orðin algjör dópisti. Fékk reyndar fráhvarfseinkenni af morfíni aðfaranótt föstudags þegar ég var enn inni og lá alla nóttina með kramba í lærunum og vöðvunum og berjandi í fæturnar og bylta mér - þvílíkt og annað eins en lifði það af.
fórum svo í gær og sáum sigur íslenska víkingsins fyrir Eurovision - go Eiríkur go - Eva og Þór voru svo næs að bjóða okkur sjónvarpsleysungunum í heimsókn. Meðan þau sátu og drukku hvítvín - sem mig langaði ekkert smá í - sat ég með vatnsflösku og dóp - eins og einhver á E-i. Frábært að komast á meðal fólks á ný - maðurinn er greinilega félagsvera - eða þá allaveganna ég
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment