Friday, February 02, 2007

Ábyrgir neytendur

Ég gleymi því aldrei þegar ég bjó í Danmörku og vinkona mín var úti í búð að kaupa mat. Hún setti meðal annars kjúklingabringur í körfuna sína en þá kom þar askvaðandi gömul kona og sagði "Vi köber inte kylling nu" og tók kjúklinginn og setti hann aftur upp í hillu. Mín bara þorði ekki annað en að hlíða - það var nýbúið að hækka kjúklingaverð í Danmörku og þar standa sko neytendur saman. Það er alltaf hægt að finna eitthvað annað i soðið. Hvernig væri að við myndum taka okkur þá til fyrirmynda og gera nákvæmlega það sama. Hætta að versla við liðið sem er stanslaust að hækka vörurnar sínar og gerast ábyrgir neytendur.
Þetta tekur ekki á - bara prenta út listann og vera meðvituð um hvað er í gangi í kringum okkur.
Verum meðvitaðir ábyrgir neytendur en ekki kaupóðir Íslendingar sem er alveg sama um verðlag

1 comment:

katla said...

Hvað varð um blogg eldmóðinn ??
þið voruð allar svo duglegar í byrjun árs! ekki hætta
ks