Thursday, November 16, 2006

pabbi litli

pabbi er alveg að brillera í sagnfræðinni svo maður verður að monta sig smá á honum.
Var í útvarpsviðtali í morgun klukkan 7 (já klukkan sjö) og ég vaknaði og hlustaði á gufuna klukkan 7 og hlustaði á kallinn. Þetta var bara ýkt flott hjá honum.
Og ég veit ekki hvort ég sé orðin rosalega miðaldra eða hvað en mér fannst bara mjög þægilegt að vakna klukkan 7 og hlusta á viðtöl og þess háttar.
ég þarf kannski að fara kaupa mér viðtæki inn í eldhús, elda morgunmat og hlusta á 7 fréttir og viðtöl.

2 comments:

Anonymous said...

Skemmtileg tilviljun, systir mín var svo 30 seinna með uppruna og þróun mannsins, lítill heimur.

Skoffínið said...

mér finnst æðislegt að hlusta á útvarpið á morgnana. Reyndar Rás2....ætti kannski að tékka á gufunni. Maður lærir svo mikið þar.