Friday, September 23, 2005
prúð og stillt börn
Það er ekki á hverjum degi sem maður sér börn prúð og stillt börn í London - þau virðast vera í útrýmingarhættu. Vanalega sér maður krakka sem eru í raun dvergafótboltabullur og vandræðadvergar. Með þvílíkt orðbragð að ég (sem er svona á gamalsaldri) hrekk í kút og þori varla að labba framhjá þeim. Snoðaðar fótboltabullur og feitar stelpur með snakkpoka. En ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að í strætó í morgun kom inn faðir með tvo syni sína (svona 6-7 ára). Talaði mjög lágt við þá setti þá í sitt hvort sætið og þeir sátu þar stilltir og prúðir og lásu Spiderman og Batman. Yndislegt - engir stælar, ekkert orðbragð og engin öskur. Frábært. Þvílíkur munur frá öðru sem maður stundum upplifir. Það versta var t.d. í Tesco (Bónus) þar sem mamma sagði við krakkann sinn "Ef þú heldur ekki kjafti - ríf ég af þér handlegginn - og treð honum uppí þig" - Fallegt ekki satt - ekki nema von að flestir krakkarnir verða eins og þeir eru.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hérna í rússlandinu tók einn pabbinn sig til í gær og, við morgunverðarborðið, myrti börnin sín þrjú á hrottalegan hátt. Aðspurður hvað honum gengi til, svaraði kallinn. Þau voru bara með svo mikinn kjaft!
Post a Comment