Friday, September 30, 2005

Uff klukkuð

Uff nú var ég klukkuð af Sollu og þarf að fara að hugsa hmmm
Ok 5 hlutir sem þið gætuð ef til vill ekki vitað um mig og ég
gæti deilt með ykkur - er það ekki eitthvað svoleiðis

1. Ég þykist vera rosalega skipulögð og er það kannski alveg stundum en samt virðist alltaf geta verið allt í drasli hjá mér og ekkert á sínum stað. Virðist ekki geta skipulagt dótið í kringum mig en finnst ýkt gaman að skipuleggja fyrir aðra - svona eins og maður hjálpaði vinkonum sínum að taka til í herbergjum þeirra þegar maður var lítill og fannst það gaman en ekki að taka til í sínu

2. Alltaf þegar ég sé útidyrnar á heimili mínu þarf ég að pissa. Finnst greinilega svona afslappandi að vera komin heim

3. Ég er svolítil Arbeit macht Frei gella. Finnst gott og gaman að vinna. Vil vinna hörðum höndum og enda svo að vilja að allir aðrir í kringum mig geri það líka.Eins zwei, eins zwei.

4. Ég hata ánamaðka. Alveg síðan ég var lítil og labbaði í skólann og það var búið að rigna og á stéttinni lágu fullt af krömdum ánamöðkum þá hef ég verið með klígu fyrir þeim. Eiginlega öllum svona krömdum slepjóttum líkum á jörðinni - ojojojoj - steig einmitt á snigil um daginn og er enn með klígju - gat ekki stigið í hælinn í alveg smá tíma - gæsahúð og klígja

5. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór. Þegar ég var tveggja ætlaði ég annað hvort að verða forseti eða ballerína - veit ekki hvor starfsferilinn hentar enn fyrir mig. Er enn of ung til að verða forseti og sennilega og gömul í að verða ballerína. Ég held að þess vegna sé ég svona óviss um framtíðina.

Ok vá - tókst það - hef samt alveg fullt af öðru að segja en það verður bara að bíða seinni tíma.
Nú er bara að finna klukk fórnarlömb - sorrý maður - enn eitt sem þið vitið eða vitið ekki um mig - ég á erfitt með að slíta svona dóti
Jæja fórnarlömbin eru tattarrarta Drífa, Ólöf Ósk og Helga Dís
Sorrý maður

4 comments:

Anonymous said...

Elsku Laila, þú ert of stutt til að verða ballerína hjá Bolsjói en alveg fullkomið forsetaefni í finnlandi.

Véfrétt said...

Thanx a lot - nú er ég tvíklukkuð - ég sem slít ALLTAF öllu svona!
Spurning um að grafa upp eitthvað sem lætur mig virka svaka spennó (má reyna) og brjóta þar með gamlan vana? Sjáum til...

Skoffínið said...

Ég tel að það muni sóma sér afar vel fyrir þig Laila að vera forseti í tjullpilsi....þér yrði pottþétt boðið í miklu fleiri opinberar heimsóknir en öðrum forsetum!!!

Anonymous said...

Þú átt eftir að verða forseti í einhverju, ekki spurning. En komdu nú með eitthvað sem enginn veit, þetta var of auðvelt. Ánamaðkar og útidyrahurðin, þetta vita allir Laila mín!