Saturday, April 29, 2006

Hár

Magnað hvað hár á höfði getur verið fallegt og girnilegt en hár í niðurfalli getur látið mann kúgast.

Wednesday, April 19, 2006

Ammæli

Langt um liðið frá síðustu afmæliskveðju
Til hamingju allir þeir sem hafa átt afmæli frá síðustu kveðju.
Hef ekki gleymt ykkur er bara búin að vera löt að blogga slíkt

En Solli litli á ammæli í dag
svo HAPPY BIRTHDAY solla
njóttu dagsins
stór koss frá klakanum

Tuesday, April 11, 2006

Nýjasta samtal mitt við Lúlla

Dring Dring
Lú: Ég er kominn
La: ha?
Lú: Ég er kominn
La: En klukkan er bara 20 mínútur yfir þrjú við eigum ekki að mæta fyrr en tuttugu mínútur yfir fjögur
Lú: Sjáumst

svo lúlli þurfti að snúa aftur til vinnu og koma vonandi aftur eftir klukkustund

Talandi um að vera góður við sjálfan sig

Alltaf gaman að finna eitthvað skemmtilegt á netinu eins og t.d. þetta

Saturday, April 08, 2006

hóst hóst

Fékk mér morgunlatteið mitt í morgun og naut vel
á meðan kíkti ég á netið og var aðeins að vinna þar
og einhvern vegin tókst mér að sulla smá á tölvuna
úps. Snögg að hreinsa upp (með peysunni eins og sönn subba)
en sá þá að það hafði farið eitthvað inn í tölvuna þ.e .þar sem
gatið er sem krókurinn fer í þegar maður lokar tölvunni (fartölva)
í flýtinum (og ég segi það aftur var að drekka morgunkaffi - ekki nægilega vakandi) tók ég á það ráð að sjúga úr gatinu - oj oj oj fullt af ló kom með sem festist í hálsinum á mér. ÓGEÐ - get sagt ykkur það að frekar borða ég naflakusk heldur en gera þetta afutr - þurfti að skola hálsinn á mér heillengi til að ná öllu úr og svo spýtti ég ryki ahahhaha - jamm telling you - algjör klaufi hér

Wednesday, April 05, 2006

bloggítiblogg

Fór að lesa í gær yfir blogg vina í útlöndum
Ekki sátt!!!
Komið vor alls staðar - Solla komin í sumarjakka og Eva og Þór
að borða úti í sól.
Var ýkt fúl í gær yfir þessu og hugsaði að nú hlyti þetta að
fara að reddast hérna - en nei vakna í morgun og komin einhver
ísing yfir - ömurlegt - ömurlegt -ömurlegt -ömurlegt

Tuesday, April 04, 2006

'uff

Líður alltaf lengra og lengra milli bloggs hjá mér
verð að vera duglegri. það er svona þegar maður kemur upp á klaka
og það frýs á heilanum á manni.
En það verður víst ekki mikið sem ég röfla núna þar sem ég er á leiðinni
út - sennilega bjór og bók eða bjór og billiard
bjáumst