Friday, April 18, 2008
Tuesday, April 15, 2008
Hugleiðir - Námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti
Hugleiðir: Námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti
- Í samvinnu við Snorrastofu verður boðið upp á námskeið í sögu Snorra Sturlusonar. Farið verður ítarlega í sögu Snorra Sturlusonar, sagt frá rannsóknum, gengið um svæðið og fleira. Námskeiðið er í umsjá Óskars Guðmundssonar sagnfræðings og rithöfundar en aðrir fyrirlesarar verða Sr Geir Waage, Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og Evy Beate Tveter verkefnisstjóri. 30 kennslustundir.
- Námskeið í leikrænni tjáningu verður í umsjá Margrétar Ákadóttur leikkonu og MA í leiklistarmeðferð. Byggt verður á sagnahefð Íslendinga og endað á leiksýningu á kvöldvöku síðasta kvöldið. 30 kennslustundir.
- Námskeið í jóga verður í höndum Aaniku Chopra, en það námskeið er hið eina sem fram mun fara á ensku. Farið í fræðin að baki jógaiðkun, mataræði og lífsstíl og kenndar ýmsar æfingar. 30 kennslustundir.
Þátttakendur velja sér eitt þessara þriggja námskeiða, kennsla fer fram frá mánudegi til fimmtudags og verð er 64.000.- Innifalið í námskeiðsgjöldum er fullt fæði og gisting auk tveggja kvöldvaka.
Skipuleggjandi er Helga Dís Sigurðardóttir, MA í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig í síma 562 5575 eða á netfanginu hugleidir@simnet.is