Tuesday, May 10, 2005
Þyrnirós
Ég vaknaði í morgun og var viss um að ég hefði annað hvort sofið soldið lengi eða þá að ég hefði farið aftur í tímann. Ég þurfti meira að segja að tékka hvaða mánuður var. Nei ég er ekki alveg búin að missa það á klakanum. En nú virkilega átta ég mig á því afhverju þetta land kallast Ísland, klakinn o.s.frv. Það er mai en það snjóaði. Jamm snjóaði algjörum jólasnjó í morgun og mér finnst það bara ekkert fyndið. Það er ekki nema von að maður verði smá ruglaður í því hvaða mánuður er fyrst það snjóar - líka alvarlegum snjókornum - í miðjum mai.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ sæta - takk fyrir síðast... kominn tími á ferskt blogg frá útlandinu???
Post a Comment