Friday, August 05, 2005

Bý í ferðatösku

Well, flutt úr íbúðinni, búslóð komin heim, bý í ferðatösku og veit ekki hversu lengi. Lúlli fer til Íslands 23.ágúst og ég verð eftir í ferðatöskunni. Búum í herberginu hennar Lilju sem við bjuggum með fyrst eftir að við fluttum hingað út (hún er á Íslandi svo við erum í herberginu hennar). Bossarnir mínir koma í kringum 20 ágúst og ætli að skýrist ekki svona í lok ágúst hvenær ég kem heim. Miðað við að fyrst átti verkefnið að ljúka í ágúst og þær að flytja í júli þá býst ég orðið við um jólin eða eitthvað nei nei kannski í september/október - hver veit
en ´Lilja kemur sum sé heim til sín í lok september og þá er ég á götunni - :( er bara á lausu með hvað verður þá. Er uppí vinnu núna þar sem netið virkar ekki hjá mér bara í lúlla tölvu heima hjá Lilju svo ekkert gaman fyrir mig sniff sniff
og það hræðilegasta er að Lilja á sjónvarp með fullt af stöðvum

3 comments:

Solla said...

þú mátt gista hjá okkur frekar en á götunni ...á milli okkar ef þarf. ;)

Solla said...

Puhuhu.... ég á eftir að sakna ykkar...

Laila said...

æj takk en sæt