Friday, March 31, 2006
Friday, March 24, 2006
Hverfisgatan
Hverfisgatan í Reykjavík er merkileg gata. Talandi um nokkuð subbulegar blokkir. Hræðilegar gangstéttir (ekki gaman að hjóla þar) og svo merkilegt fólk. Var á leið til tannlæknis um daginn og hjólaði upp Hverfisgötuna um hádegisbilið og fannst einmitt merkilegt hvað mikið af rónum og útgangsfólki voru á röltinu en áttaði mig svo á að auðvitað væri "soup kitchen" Íslands á hverfisgötunni og þangað væri allt fólkið að fara. Talandi um það þá er útborgunardagur róna greinilega á sama tíma og hinna og þeim finnst súpa góð. Mér fannst nefnilega mjög merkilegt þegar ég rakst á Lalla Jonns í 10/11 um daginn og hann var að kaupa sér súpu. Mér fannst það ýkt fyndið þar sem hann getur fengið ókeypis súpu upp á Hverfisgötu en maður er nú ekki maður með mönnum nema maður geti keypt sér sína súpu inn á milli
er það ekki??!!
er það ekki??!!
Monday, March 13, 2006
Girls just want to have fun
AHHHHH
var að klára að horfa á Girls just want to have fun - uppáhaldsmyndin mín þegar ég var táningsstelpa. Byrjaði að horfa og fannst hún nú svolítið hallærisleg en gat ekki slitið mig frá henni. Nú langar mig að finna gömlu bleiku sweat buxurnar mínar, legghlífarnar og fara í djassballet.
Who's in???
var að klára að horfa á Girls just want to have fun - uppáhaldsmyndin mín þegar ég var táningsstelpa. Byrjaði að horfa og fannst hún nú svolítið hallærisleg en gat ekki slitið mig frá henni. Nú langar mig að finna gömlu bleiku sweat buxurnar mínar, legghlífarnar og fara í djassballet.
Who's in???
Mánudagur 9:08
Jæja
Mánudagur - hlakka strax til á morgun þegar það er kominn þriðjudagur - fýla ekki alveg mánudaga.
Hvað er ég svo búin að læra =
balletdansarar geta dansað í háhæluðum gullskóm (langar í svoleiðis)
Náttföt geta verið kósý í tvo letidaga í einu
Snjór er frá djöflinum
og
Ef maður horfir og lengi á Friends fer maður að sjá sjálfan sig í sófanum á Central Perk
Mánudagur - hlakka strax til á morgun þegar það er kominn þriðjudagur - fýla ekki alveg mánudaga.
Hvað er ég svo búin að læra =
balletdansarar geta dansað í háhæluðum gullskóm (langar í svoleiðis)
Náttföt geta verið kósý í tvo letidaga í einu
Snjór er frá djöflinum
og
Ef maður horfir og lengi á Friends fer maður að sjá sjálfan sig í sófanum á Central Perk
Thursday, March 09, 2006
Wednesday, March 08, 2006
er svo merkileg°
Fékk símhringingu um daginn þar sem nemandi úr Háskóla Íslands ásamt hópi hans vildu fá samþykki mitt varðandi það að fá að ljósrita upp úr meistaraverkefni mínu. hahaha vá - ég er bara merkilegur fræðimaður núna.
Subscribe to:
Posts (Atom)