Friday, March 24, 2006

Hverfisgatan

Hverfisgatan í Reykjavík er merkileg gata. Talandi um nokkuð subbulegar blokkir. Hræðilegar gangstéttir (ekki gaman að hjóla þar) og svo merkilegt fólk. Var á leið til tannlæknis um daginn og hjólaði upp Hverfisgötuna um hádegisbilið og fannst einmitt merkilegt hvað mikið af rónum og útgangsfólki voru á röltinu en áttaði mig svo á að auðvitað væri "soup kitchen" Íslands á hverfisgötunni og þangað væri allt fólkið að fara. Talandi um það þá er útborgunardagur róna greinilega á sama tíma og hinna og þeim finnst súpa góð. Mér fannst nefnilega mjög merkilegt þegar ég rakst á Lalla Jonns í 10/11 um daginn og hann var að kaupa sér súpu. Mér fannst það ýkt fyndið þar sem hann getur fengið ókeypis súpu upp á Hverfisgötu en maður er nú ekki maður með mönnum nema maður geti keypt sér sína súpu inn á milli
er það ekki??!!

No comments: