Létt grín á föstudegi = gott að nota menntunina sína :
Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:
* Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir,
"Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.
* Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.
* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í
rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.
* Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að
honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan
ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.
* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég
hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.
* Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til
að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
* Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er
tækniaðstoð.
* Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í
öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á
einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær
í rúminu." Þetta er ruslpóstur.
* Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.
* Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru
Bandaríkin.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment