Monday, March 10, 2008

kattaróféti

Kötturinn minn á það til að vera algjört óféti. Var minnt á það í morgun að kötturinn minn réðst á mig einhvern tímann í nótt og ég þurfti hreinlega að sparka honum af mér - hann hefur greinilega verið í veiðiferð upp í rúmi í nótt.
Vaknaði og fór í ræktina og sá þá að ég var með stórt klór niður alla hökuna - vei smart -sæt í vinnunni. En ekki nóg með það þá var ég í stuttermabol að lyfta og sá allt í einu að ég var með tvö stungusár akkúrat í olnbogabótinni (veit ekkert akkúrat núna hvað þetta svæði heitir sem er klassískt svæði þar sem dópistar sprauta sig) - ég er sem sé með tvö stungusár þar og það er ekki eftir eitthvað skelfilegt djamm sem ég myndi sjá eftir for the rest of my life - heldur eftir köttinn minn - lítur ekki beint vel út - þetta eru sem sé bitförin eftir blessaðan köttinn.
Ef þetta væri á hálsinum þá væri eins og drakúla hefði heimsótt mig í gær

1 comment:

Véfrétt said...

Jamm, kisur geta verið viðsjárverðar, en nú er ég búin að lesa þessa færslu oft, oft, oft... er von á nýrri?