Sunday, January 30, 2005

Drekinn og riddarinn

Drekinn og riddarinn (Katla og Örvar - common guys Bróðir minn Ljónshjarta) Anyway þau komu í heimsókn yfir helgina. Örvar átti þrítugsafmæli og því þurfti náttúrulega að fagna í 3 daga. Húrra fyrir Örvari - velkominn í hópinn. Rosafjör þrátt fyrir að ég og Lúlli þurftum að vinna - skiptum okkur á milli þeirra þar sem ég var á kvöldvakt á föstudaginn og Lúlli á morgunvakt. Þau komu sum sé á fimmtudaginn og þá fórum við með þau hingað heim og út að borða á Brick Lane - mjög klassískt :). Svo á föstudaginn meðan Lúlli vann fórum við niðurí bæ og hittum þar vinkonu Kötlu, Polly, en þær hafa ekki sést síðan í Venesuela fyrir 13 árum síðan. Það voru sum sé miklir fagnaðarfundir og gaman. Tókum London á fót og löbbuðum hana hálfa. Ég svo í vinnu og Lúlli tók við og auðvitað fóru þau þá á bar - kemur sífellt á óvart hann Lúlli minn. En þau versluðu víst eitthvað líka. Svo út að borða á Golden Dynasty - hljómar bandarískt en er kínverskt og rosalega gott. - Ætluðum að djamma en þau voru náttúrulega með tvo ellismelli - mig og Örvar (varð að koma þessu með aldurinn að - greinilega með þetta á heilanum) - sem verða að fara að hátta á eðlilegum tíma. Svo við fórum heim og héldum þar smá koju. Svo elduðum við á laugardagsmorguninn English Breakfast og splittuðum svo liði. Strákarnir eitthvað í Soho (hmmm að gera hvað) og ég og Katla á Portobello að versla (víí). Hittumst svo aftur og Polly kom líka og enduðum á soldlu fyl.... fórum út að borða á thailenskum stað með Polly og kærasta hennar og það var ýkt gaman. Kærasti Polly kannaðist við lokaverkefnið mitt og fannst það ýkt kúl (Thumbs up for me) hann er nefnilega producer og art í kall svo hann og Polly ætla að fara markvisst í það að leita uppi vinnur fyrir okkur. Vei vonandi gerist eitthvað. Fórum svo heim í meiri koju og enduðum að dansa við uppáhaldslagið okkar Cat I am a kittycat http://www.albinoblacksheep.com/flash/kittycat.php og skemmtum okkur gríðarlega - lag helgarinnar - mæli með að þið kíkið á þetta og dansið kittycat dansinn eins og við. En nú eru þau sum sé farin - og Lúlli að vinna - og ég er ein að dansa við lagið svona til minningar - svo standið upp og dansið með mér.
Katla og Örvar - takk æðislega fyrir helgina og alla skemmtunina - þið eruð perluð

No comments: