Wednesday, January 19, 2005

Þrítug og enginn vill mig

Sit í London, orðin þrítug og enginn vill mig í vinnu.
Þegar ég var tíu bjóst ég nú við að vera orðin fræg
tveggja barna móðir með mann og hús og bíl
og ábyggilega hund og kött og svo náttúrulega með
frábæra vinnu þegar ég væri í síðasta lagi 25.
En nú sit í staðinn fyrir framan tölvuna
dag eftir dag að senda út CV - eins og það er nú gaman-
og ekkert gerist.
Kann einhver að stoppa tímann eða get ég fengið
afnot af tímavél hjá einhverjum. Takk fyrir

No comments: