Wednesday, March 16, 2005

Meiri pælingar

Ég er búin að velta miklu fyrir mér síðustu daga og búin að pæla mikið.
Hvað er með Íslendinga og 10 ára útlegðina. Er þetta svona eins og að brjóta spegil og þá færðu sjö ára ógæfu. OK. Þeir sem ekki eru búnir að hugsa um það. Hemmi Gunn kominn heim eftir tíu ára útlegð í Tælandi eða eitthvað nálægt því. Hmmm. Ekkert mál - alltí einu kominn með þátt sem heitir "tökum lagið" eða eitthvað álíka krípí. Svo fréttir maður bara af Heiðari Snyrti. Skápahommanum. Tíu ára útlegð í Ítalíu. Meikar það þar eða þannig og aftur hleypt inn í landið og framá Séð og heyrt. Er þetta málið? Þarf maður að gera eitthvað af sér eða verða ógeðslega kúl rugludallur í útlöndum áður en maður verður frægur. Hmmm Spurning um að reyna þetta. Er sem sé málið að ég kem ekki heim og kemst í Séð og heyrt og í sjónvarpið fyrr en ég er búin að skandalast í útlöndum? Sko ég er alveg fræg heima. Þið sem eruð skeptísk. - Ég hef nokkrum sinnum komið fram í sjónvarpi og þegar ég googla mig kem ég allaveganna tíu sinnum fram. Ef það er ekki nóg - þá veit ég ekki hvað?!

valentínusardagurinn

Ég gleymdi alveg að segja ykkur frá einu

Stuttu eftir valentínusardaginn, þ.e. 14.feb. fékk ég bréf hingað heim
Það var allt útí hjartlaga límmiðum og voða sætt. Ég fékk smá sting í magann
þar sem ég var viss um að nú hafði ég virkilega gert eitthvað af mér á síðasta
djammi. "Laila Ekki gefa upp heimilisfangið, símanúmerið eða neitt annað" Geri þetta
stundum þ.e. gef nafnspjald þar sem ég er auðvitað að reyna að búa til network
af sniðugu fólki sem vonandi gefur af sér vinnu. Vinnuleitin alltaf í huga!!!
Ég opnaði bréfið mjög stressuð og titrandi. Ekki alveg til í að Lúlli myndi
sjá ef þar myndi opnast hjartað á einhverjum af "bara-network-vinunum".
En nei! Agnes að fara að gifta sig og sendir svona sætt valentísuar-giftingar
boðskort.
Uff ekkert til að stressa sig yfir núna
en til hamingju Agnes.

Saturday, March 05, 2005

Sigg á rassinum

ha ha ha ég er komin með sigg á rassinn
sit alla daga í sófanum að sækja um vinnur
og reyna að finna mér góð network til
að hringja í og þess háttar
Ég held að sófinn sakni mín alveg svakalega
þegar ég skrepp frá og ég er ekki
viss en ég var með missed call á símanum
mínum um daginn og ég er viss um
að það var frá honum. Hvað haldið þið?

Tuesday, March 01, 2005

crashbummsplang

þetta heyrðist ekki þegar tölvan mín dó
tölvan mín crashaði í gær. sniff, sniff
var einhver vírus spírus inná henni sem rústaði öllu
svo crashaði hún og allt er týnt
allt sem ég hef verið að vinna að fyrir vefsíðuna
sem ég er að gera, fyrir Moggann og fyrir
vinnuleit hvarf. 100.000 kall takkfyrir
að ná í fælana svo ég týmdi því ekki heldur
ákvað að láta þá bara týnast að eilífi
aumingja allt mitt fallega dót-verð að byrja upp
á nýtt í ýmsu en það verður bara betra fyrir vikið
maður má aldrei gleyma því að
vera jákvæður - annar deyr maður víst fyrr