Wednesday, March 16, 2005

valentínusardagurinn

Ég gleymdi alveg að segja ykkur frá einu

Stuttu eftir valentínusardaginn, þ.e. 14.feb. fékk ég bréf hingað heim
Það var allt útí hjartlaga límmiðum og voða sætt. Ég fékk smá sting í magann
þar sem ég var viss um að nú hafði ég virkilega gert eitthvað af mér á síðasta
djammi. "Laila Ekki gefa upp heimilisfangið, símanúmerið eða neitt annað" Geri þetta
stundum þ.e. gef nafnspjald þar sem ég er auðvitað að reyna að búa til network
af sniðugu fólki sem vonandi gefur af sér vinnu. Vinnuleitin alltaf í huga!!!
Ég opnaði bréfið mjög stressuð og titrandi. Ekki alveg til í að Lúlli myndi
sjá ef þar myndi opnast hjartað á einhverjum af "bara-network-vinunum".
En nei! Agnes að fara að gifta sig og sendir svona sætt valentísuar-giftingar
boðskort.
Uff ekkert til að stressa sig yfir núna
en til hamingju Agnes.

No comments: