Wednesday, July 27, 2005

freak show

Æj ég held að ég sé alveg búin að gleyma að segja ykkur frá öllum fríkunum hér
alltaf gaman að fara út á meðal fólks hér og sjá ókeypis freak show. Lestarkerfið náttúrulega löðrar í þessu og er búin að sjá krypplinga, dverga, skeggjaða konu og fleira en það besta gerðist um daginn (og Lúlli missti af því)

Fórum í garð með vinkonu minni Jennifer og Tony kærasta hennar á Rise festival sem er fólk á móti rasisma hátíð. Svo fóru Lúlli og Jennifer að kaupa bjór og ég og Tony vorum eftir að spjalla. Þá kemur betlari til okkar sem var búinn að hanga í kringum okkur og spjalla aðeins og biður okkur að aðstoða sig. Hann missti nefnilega augað sitt í grasið og vantaði að fá aðstoð við hvort það væri ekki örugglega rétt í tóftinni núna. Þetta var ekkert smá súrrealískt þegar hann dustaði grasið af auganu - tróð því uppí tóftina og lagaði það eftir leiðbeiningum okkar - sem voru náttúrulega ekkert annað en gapandi munnur og nikk með höfði - "jú flott - er alveg á réttum stað núna" á meðan hugsunin í hausum okkar beggja var - bíddu hvað er eiginlega að gerast?!

Tuesday, July 26, 2005

Allt farið

Allt farið - Eimskip búið að ná í dótið okkar
og allt farið til Íslands - nema fullt af drasli eftir
ég held það búi einhver búálfur hér sem bætir alltaf
dótinu sínu við í hauginn
breskur búálfur sem æltar að smygla sér til Íslands
kannski er þetta Leprechaun sem heldur að Iceland sé
það sama og Ireland - kannski lesblindur Leprechaun

Friday, July 22, 2005

BAMSMA og BAMA fóru í útskriftarferð

Ég og lúlli erum búin að ákveða að Amsterdam var útskriftarferðin okkar
já takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar - við erum búin að útskrifast
reyndar fór ég ekki í mína útskrift en Lúlli fór í sína þar sem að vinur
hans kom frá Libanon og þá ákvað hann að fara líka í útskriftina.
Ég samt vann þar sem mín útskrift var 19/7 en Lúlla 20/7 hahaha
liggaliggalái er orðin BAMSMA

En ákváðum að Amsterdam væri sum sé útskriftarferðin þar sem við fengum:
sól
vín
strönd
gaman
nýtt umhverfi
djamm
vín
sól
strönd
gaman

er það ekki allt sem að útskriftarferð þarfnast
ég held það bara

NEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

æj æj æj
búin að pakka kaffivélinni
svo nú er bara að fá sér Nescafe
úff hvað ég er desperate (næstum housewife)
buhuuuu - ekkert Latte heima á næstunni

kaffitími

ok 27 vikur búnar
úff
nú verð ég að fá kaffi

Af hverju erum við ekki hamstrar?

Mér finnst að maðurinn eigi að vera hamstur og það eigi því aðeins að taka 16 daga að ganga með barn - fínt flott búið
Er að þýða fæðingardagatal og það er búið að taka eilíf - hvað er þetta með 40 vikur
er búin að sitja yfir þessu í marga daga - með pásum að vísu þar sem mér finnst þetta ekki beint spennandi að þýða
samt bara komin á 24. viku - hjálp
allt of mikið eftir
úff - hlakka til Þegar barnið fæðist loksins

Friday, July 15, 2005

Long time no hear

í fyrsta lagi vil ég þakka öllum fyrir að hugsa til okkar Lúlla þegar London sprengingarnar gerðust. Verndarenglar okkar hafa greinilega hugsað sterkt til okkar þar sem við vorum á leið til Amsterdam þegar þetta gerðist. Sjokkið kom svo þegar við lentum og fengum sms-in um hvort það væri ekki allt í lagi með okkur - skrítið. Svo næsta kom þegar við sáum að við höfðum farið á þrjár af þessum stöðvum einungis tveimur tímum áður.
Furðulegt hvernig lífið getur verið.

Var einmitt að lesa núna á bbc.co.uk - sögur þeirra sem dóu. Mér fannst tvær alveg sláandi:

1. maður á leið til vinnu - fer aðra leið en vanalega þar sem Northen line var með tafir - ef hann hefði farið sína venjulegu leið hefði hann ekki farið á sprengisvæði

2. kona á tvítugsaldri kemur út af Kings Cross Stöðinni um 9:45 og hringir í pabba sinn og segir að hún hafi ekki lent í sprengjuárásunum sem gerðust fyrr um morguninn. Hún tekur svo strætó og deyr í strætónum sem var sprengdur

Þvílíkt sem lífið getur verið kaldhæðið

Wednesday, July 06, 2005

Guten Tag

Búið að vera nóg að gera hjá mér þýða og þýða en var að vinna fyrirfram
þar sem ég er að fara til Amsterdam eftir nokkra klukkutíma
í 6 daga
sjáumst þegar ég kem til baka með ferðasögu
Lengi lifi Amsterdam