Friday, July 22, 2005

Af hverju erum við ekki hamstrar?

Mér finnst að maðurinn eigi að vera hamstur og það eigi því aðeins að taka 16 daga að ganga með barn - fínt flott búið
Er að þýða fæðingardagatal og það er búið að taka eilíf - hvað er þetta með 40 vikur
er búin að sitja yfir þessu í marga daga - með pásum að vísu þar sem mér finnst þetta ekki beint spennandi að þýða
samt bara komin á 24. viku - hjálp
allt of mikið eftir
úff - hlakka til Þegar barnið fæðist loksins

3 comments:

Anonymous said...

híhíhí - hvað ertu búin að ganga lengi með þetta í rauntíma? Búin að vera að þýða síðan um jól?
Eníveis þá er ég alveg sammála, meðganga er of löng ef manni leiðist allann tímann eins og mér tildæmis.

Véfrétt said...

Í smástund hélt ég að þú værir ólétt og fylltist hamingju- og heillaóskum... svo las ég betur. Hefurðu annars borið saman þróun manna-fósturs og halakörtu? Þau eru nefnilega ansi lík framan af. Á ákveðnum tímapunkti eru þau bæði farin að líta út eins og halakarta, nema hvað halakartan stoppar eiginlega þar, fínpússast kannski aðeins og fæðist svo, en mannsfóstrið heldur bara áfram og áfram og áfram og áfram...

Anonymous said...

úff ég er fegin að Ester er ekki halakarta - ég veit ekki hvernig það væri að ala upp halakörtu.
Greinilegt að fullkomnun tekur sinn tíma, 38 vikur sléttar