í fyrsta lagi vil ég þakka öllum fyrir að hugsa til okkar Lúlla þegar London sprengingarnar gerðust. Verndarenglar okkar hafa greinilega hugsað sterkt til okkar þar sem við vorum á leið til Amsterdam þegar þetta gerðist. Sjokkið kom svo þegar við lentum og fengum sms-in um hvort það væri ekki allt í lagi með okkur - skrítið. Svo næsta kom þegar við sáum að við höfðum farið á þrjár af þessum stöðvum einungis tveimur tímum áður.
Furðulegt hvernig lífið getur verið.
Var einmitt að lesa núna á bbc.co.uk - sögur þeirra sem dóu. Mér fannst tvær alveg sláandi:
1. maður á leið til vinnu - fer aðra leið en vanalega þar sem Northen line var með tafir - ef hann hefði farið sína venjulegu leið hefði hann ekki farið á sprengisvæði
2. kona á tvítugsaldri kemur út af Kings Cross Stöðinni um 9:45 og hringir í pabba sinn og segir að hún hafi ekki lent í sprengjuárásunum sem gerðust fyrr um morguninn. Hún tekur svo strætó og deyr í strætónum sem var sprengdur
Þvílíkt sem lífið getur verið kaldhæðið
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment