Friday, December 22, 2006

jólagjafir

er búin að vera spögulera mikið íþessa daganna varðandi jólagjafir til forstjóra og framkvæmdastjóra. Merkilega er að fólkið sem er á hæstu laununum fær fullt af gjöfum í fyrirtækjum um allt land svokallaðar mútugjafir, en fólkið sem er svo á lágum launum fær ekkert.
merkilega óréttlátt

afhverju fara þessir aðilar t.d. ekki með þessar gjafir í mæðrastyrksnefnd o.þ.h. til einhverra sem minna mega sín og eiga bara efni á mygluðu kjöti.
Nei í alvöru ég bara spyr

Tuesday, December 19, 2006

Gömul húsráð

Fór í kvennaferð í hús og var þar með leik - eftir það lofaði ég að setja inn þessi gömlu góðu húsráð til að allir mínir vinir geti orðið húsmæður og -feður dauðans.

Njótið vel:

  1. Hvað skal gera við geitungastungu: Ef þú ert stungin(n) af geitungi, þá er gott að setja sykurmola eða sykur yfir stunguna og líma niður með plástri.
  2. gera við regnföt. Ef þú þarft sð gera við regnföt sem farið hafa í sundur í "límingunni" þá er gott ráð að leggja sárið saman og setja álpappír beggja megin við það og svo strauja rólega yfir með straujárni.
  3. Tyggjóklessur úr fötum: Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr.
  4. Tyggjóklessur í hár eða á húð: Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo hárið líka eftir slíka meðferð.
  5. Vaxblettur úr efni nærð þér í dagblað, leggur yfir blettinn og straujar svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið.
  6. Ná kaffiblettum úr kaffibollum Maður smellir bollunum einfaldlega í klórvatn og leyfir þeim að liggja yfir nótt. Þetta kölluðum við að "klóra" bolla. Síðan þvær maður þá bara eins og venjulega og þeir glansa að innan.
  7. Límblettir af gleri : gott ráð að fá sér sítrónudropa (kökudropa), hella þeim í blauta tusku og nudda vel yfir.
  8. Blettir á parketti er annað sem er frekar hvimleitt, en stundum virkar að taka blauta tusku og hella ediki í hana og strjúka yfir blettina.
  9. þýða hakk án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara er gott að setja hakkið í nýjann, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Lofttæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu. Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þyðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.
  10. skera oststykki sem er orðið lítið er gott að taka smjörpappírs lengju og þræða í gegnum gat ostaskerans. Þá gengur mun betur að skera ostinn. Einnig er gott að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við skerann.
  11. Losna við Vonda lykt úr ísskáp: Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ískáp og þið losnið við alla lykt úr honum. EÐA Strjúka innan úr ískápnum með ediki til að losna við vonda lykt.
  12. Skera sveppi í jafnar sneiðar Til að skera sveppi í jafnar sneiðar er best að skella þeim í eggjaskerann.
  13. Til að losna við fitu sem sest ofan á eldhússkápa: Setja plastfilmu ofan á eldhússkápana. Þá sest fitan og rykið á plastið ekki skápa og ekkert mál að þrífa.
  14. Hvernig lætirðu tengdó halda að þú hafir bakað en ekki keypt köku: Annað ráð í sama blaði var að bræða smjörlíki á pönnu og strá svo kanel yfir. Þá kæmi lykt af nýbökuðu í allt húsið og þú gætir svo borið fram búðarkeyptu kökurnar þínar og allir héldu að þetta væri nýbakað!!!!
  15. Hvernig heldurðu baðherbisflísum glansandi: Bílabón á flísarnar á baðinu, halda glansanum í ár.
  16. Til að ná grasgrænku úr fötum, hellið nýmjólk í blettinn og svo uppþottarlegi og nuddið saman.
  17. Hvítir sokkar verða alveg skjannahvítir ef þeir eru soðnir í vatni með nokkrum sítrónusneiðum. Sítrónan er náttúrulegt bleikiefni.
  18. Til að afrafmagna Mýkingarefni: Er afrafmagnandi og stórsniðugt til þess að m.a strjúka af rimlagardínum og rafmagnstækjum! Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku uppúr því.
  19. Auðvelt ráð til að þrífa rimlagardínur: Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.
  20. Barnið pissar undir Þegar slys verður og barn vætir rúmið sitt er gott að strá kartöflumjöli á blettinn og láta þorna. Kartöflumjölið drekkur svo þvagið í sig. Þegar bletturinn er alveg orðinn þurr þá er mjölið ryksugað upp og enginn blettur verður eftir í dýnunni.
  21. Til að ná litum af vegg: tannkrem og naglabursti. Gott er að vera í gúmmí hönskum. WD-40 hefur líka virkað vel.
  22. Hvernig færðu leðurskó fína án skóáburðs Pússa leður skó með bananahýðinu, innra laginu, verða mjög fínir.
  23. Ef börnin eru að perla og perlurnar fara út um allt þá er bara að skella nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurnar upp, taka sokkin og tæma í perluboxið.

What the f....

Það er kominn 19. desember
hafiði spáð í það
19. desember

ég verð samt að segja að ég hlakka meira til 22.desember heldur en til jólanna
því 22.desember fer sólin aftur að rísa meira og meira
þetta dimma dimma land er að gera út af við mig
bara leti og leiðindi

en núna er allt að fara gerast bara 3 dagar í sólstöður
og mér sýnist ég bráðum geta farið að hjóla aftur
trút trút trút

Thursday, December 14, 2006

en þetta er karlmaður

Snilldarsíða sem ég sá hjá Hirti og ákvað að prófa sjálf og þetta var útkoman



ég prófaði líka venjulega mynd og þá var ég svona
og lúlli er Matt LeBlanc eða svona

Aumingja ísbirnirnir

Fyrir nokkrum árum síðar las ég sláandi grein um að fjöldi ísbjarna fæddust tvítóla og gætu ekki eingast afkvæmi vegna þessa og ástæðan fyrir þessu er talin vera gróðurhúsaáhrifin. Nú rakst ég á aðra umfjöllun um aumingja ísbirnina og ekki er líf þeirra að skána. Þurfum við mannfólkið ekki að fara gera eitthvað til að sporna við þessum áhrifum. Vera meðvituð um neyslu okkar og líferni og vonandi drukknum við þá ekki öll
Smá pælingar á fimmtudegi

Tuesday, December 12, 2006

Sígarettur tengdar unglingum

Var nokkuð hissa þegar ég var að vafra um á netinu og fór inn á Hitt Húsið og fann þar linkinn

Þetta er í alvörunni sigarettu sjoppa með meiru á netinu og verð ég að segja að það hneyklsaði svolítið mitt „fullorðna“ hjarta að þetta væri linkað frá svona unglingasíðu.
Kannski er ég að misskilja eitthvað en ég vafraði eitthvað og mér sýndust þetta ekki vera súkkulaði rettur

Thursday, December 07, 2006

hvar áttu heima?

Var að komast að því að ekki nóg með það að búið er að skíra götur eitthvað með hvarf þá er líka götur til sem heita leyni t.d. fossaleyni. Þetta er svo mikið út í rassgati að götunafnanefnd hefur ákveðið að skíra göturnar með hvarf og leyni. "Þú finnur þetta aldrei" göturnar "þær eru hvort eð er úti í rassgati"

Wednesday, December 06, 2006

nýyrði

Rakst á merkilegt nýyrði rétt í þessu og ákvað að deila því með ykkur eða þ.e.a.s. orð sem komið er með nýja merkingu

Orðið er Sendiherra og í staðinn fyrir að þýða núna sendifulltrúi einhvers lands þá hefur Sendiherra verið notað yfir enska orðið "runner" eða senditík. Mér finnst þetta mjög merkilegt og var að spá hvort þessir nýju sendiherrar fengu jafn há laun og hinir gömlu sendiherrar og hvort þeir væru alltaf í veislum o.s.fr.v

Monday, December 04, 2006

nú fáið þið að sjá


Gleymdi alltaf að segja ykkur í stuttu máli frá ferðasögunni til Madrídar - hér er smá brot.
Lentum og vorum mjög svöng svo við fórum að borða en kvöldið endaði mjög undarlega þar sem hlaupið var um göturnar með apalæti og endað loks á lokað dansiballi sem var með spænskri FM tónlist - við leitum það ekki aftra okkur frá miklu danseríi.



Getiði bara hver/hvað þetta er

















Næsta dag var reynt að vera meira civilized og það tókst ágætlega nema hvað ég á núna eiginmann á Spáni











Þriðja kvöldið var svo gl
æsileg veisla þar sem fagnað var að sönnum krafti spánverja. Fullt af víni, rautt og hvítt og eitthvað sem ég man ekki hvað heitir og teiknarar og flamengo og ég veit ekki hvað og hvað. Get ekki sagt að ég hafi verið mjög hrifin af matnum þó tapasið sem var í smakk væri best og sá ég mest eftir að hafa ekki borðað á mig gat þar. En nóg var um annað og það skiptir máli


Fyrir þá sem sjá ekki vel þá er þetta sem sé
svínsrass
sjáið bara dindilinn svo fékk ég líka klaufar og meira gummílaði






Í lokin set ég hér eina rómó mynd sem við hjúin tókum af okkur í Toledo þar sem við fórum eftir svínaveisluna miklu að ofan - get sagt að maður var ekki beint hress í rútunni fyrst en það reddast allt



Friday, December 01, 2006

viti menn

viti menn ég gleymdi að kaupa blokkina
ég var meira að segja í Söstrene grene í gær og hefði alveg getað keypt eina þar. Ætli ég geti keypt minni þar á 200 krónur?

Fór með Evu og Þór á runtinn í morgun að reyna kaup rautt nef en það var hvergi til. Reyndar fórum við á tvo staði sem seldu þá ekki og voru bara ekki sölustaðir rauða nefsins en hvað með það

Tókst að kaupa það í hádeginu þegar ég fór á fund niður í siðmenningu. En nefið meiðir mig og ég tala mjög nefmælt með því
ætli nefið mitt sé bara of lítið fyrir svona því þegar ég brosi þá hendist það bara af. en hvað með það styrki allaveganna gott málefni