skrapp til útlanda yfir páskana, til hinnar yndislegu borgar London. Alltaf gaman að kíkja heim. Fengum gistingu hjá Sollu og Sindra - takk fyrir það skötuhjú og nutum alls. Hittum fullt af vinum, drukkum fullt af víni, borðuðum mat frá öllum heimshornum (þ.m.t. Kúbu, Italíu, Japan, Kóreu, Tyrklandi og Paksitan). Fórum í brúðkaup hjá Yasser sem er frá Pakistan eða var það Palestína - úff man ekki núna og það var snilldar gaman og mikil reynsla. Foreldrar hans komu til að mynda dansandi á undan brúðhjónunum - hann með staf og hún með arabahljóðin sem arabakonur gefa frá sér við hátíðleg tilefni og vestrænar konur þurfa ábyggilega að fara í margra ára nám til að læra.
Ætluðum að fara á snúruna eftir þessa ferð en hefur ekki alveg tekist.
Reyndar var ég ýkt dugleg á sunnudaginn . þar sem ég vaknaði klukkan 9 og fór í pilates tíma - held ég hafi ekki vaknað svona snemma á sunnudegi í mörg ár - þ.e. ekki nema til að fara fram og pissa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment