Thursday, June 12, 2008

í hádeginu mínu

í hádeginu spruttust upp umræður um hvernig auðkennislyklar hlaða sig. ég gat náttúrulega ekki staðist freistinguna og opnaði einn.

þ.e. sem sé batterí

Thursday, June 05, 2008

Jafnréttiskönnun

Jæja stelpur nú þurfum við að fara að krefjast meira jafnréttis. Sjáið niðurstöðurnar og svo er yndislegt að sjá hversu mörg fyrirtæki eru með jafnréttisstefnu en virðast ekkert gera í því

http://www.bifrost.is/Files/Skra_0027995.pdf

Monday, June 02, 2008

Eurovision

Mér fannst þetta skemmtilegt


og þetta

Wednesday, May 14, 2008

Og annað orð vá



ok - heill sé Viðskiptablaðinu sem ég er að læra öll þessi nýju íslensku orð. Nýrra orð en þetta áðan er tómatkæfa þ.e. fyrir tomato paste - sem jafnvel virðist geta átt við pizzasósu -eða á ég að segja flatbökusósu

nýtt orð

Lærði nýtt íslenskt orð í dag - eltiskellir og stendur það fyrir stalker.

eltiskellir virkar einhvern veginn eins og nýrjólasveinn því það minnir mig einhvern veginn á hurðarskellir - gluggagæir er náttúrulega svolítill öfuguggi þar sem hann hangir á gluggum fólks - en er hann þá líka eltiskellir

Thursday, May 08, 2008

Facebook

Ég pissaði næstum á mig af hlátri þegar ég sá þessa síðu á Facebook http://www.facebook.com/pages/Gasman/11805094343?ref=nf

aumingja maðurinn

Tuesday, April 15, 2008

Hugleiðir - Námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti

Helga Dís vinkona mín er búin að stofna fyrirtæki og vil ég endilega að allir sem ég þekki plöggi hana áfram og komi nú gamla fólkinu af stað:

Hugleiðir: Námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti

Vikuna 19. – 23. maí næstkomandi verður boðið upp á 3 yfirgripsmikil námskeið fyrir eldri borgara í Reykholti, Borgarfirði.

  • Í samvinnu við Snorrastofu verður boðið upp á námskeið í sögu Snorra Sturlusonar. Farið verður ítarlega í sögu Snorra Sturlusonar, sagt frá rannsóknum, gengið um svæðið og fleira. Námskeiðið er í umsjá Óskars Guðmundssonar sagnfræðings og rithöfundar en aðrir fyrirlesarar verða Sr Geir Waage, Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og Evy Beate Tveter verkefnisstjóri. 30 kennslustundir.
  • Námskeið í leikrænni tjáningu verður í umsjá Margrétar Ákadóttur leikkonu og MA í leiklistarmeðferð. Byggt verður á sagnahefð Íslendinga og endað á leiksýningu á kvöldvöku síðasta kvöldið. 30 kennslustundir.
  • Námskeið í jóga verður í höndum Aaniku Chopra, en það námskeið er hið eina sem fram mun fara á ensku. Farið í fræðin að baki jógaiðkun, mataræði og lífsstíl og kenndar ýmsar æfingar. 30 kennslustundir.

Þátttakendur velja sér eitt þessara þriggja námskeiða, kennsla fer fram frá mánudegi til fimmtudags og verð er 64.000.- Innifalið í námskeiðsgjöldum er fullt fæði og gisting auk tveggja kvöldvaka.

Gist verður í tveggja manna herbergjum á Fosshóteli Reykholti, nema annars sé sérstaklega óskað. Herbergin á hótelinu eru venju fremur rúmgóð og hvert herbergi er útbúið með heilsusængum og sérhönnuðum heilsusængurverum. Að auki eru á Reykholti heitir pottar, dagsbirtumeðferðarherbergi, nuddstólar og ýmislegt fleira sem gestum stendur til boða.

Skipuleggjandi er Helga Dís Sigurðardóttir, MA í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig í síma 562 5575 eða á netfanginu hugleidir@simnet.is

Friday, April 11, 2008

Wednesday, April 09, 2008

Tuesday, April 08, 2008

Hún er æði

Takið eftir bleiku handjárnunum - yndisleg

suma vantar markaðsfræðing

Wednesday, March 19, 2008

ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta

ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta
Hugsaði fyrst inbreed varðandi þjóðflokkinn og bara þjóðarsálina
nei má ekki segja svona en samt

sjá hér

sorglegt

Rölti Laugaveginn og Austurstræti síðasta laugardag og fékk alveg sting í hjartað. Ég labbaði framhjá 14 verslunar/kaffistöðum sem voru farin á hausinn. 14 húsnæði sem ekkert var í og þá taldi ég ekki með Austurstrætið þar sem Pravda var né friðuðu húsin við Laugaveginn.

Það verður að fara gera eitthvað í þessu

Monday, March 10, 2008

kattaróféti

Kötturinn minn á það til að vera algjört óféti. Var minnt á það í morgun að kötturinn minn réðst á mig einhvern tímann í nótt og ég þurfti hreinlega að sparka honum af mér - hann hefur greinilega verið í veiðiferð upp í rúmi í nótt.
Vaknaði og fór í ræktina og sá þá að ég var með stórt klór niður alla hökuna - vei smart -sæt í vinnunni. En ekki nóg með það þá var ég í stuttermabol að lyfta og sá allt í einu að ég var með tvö stungusár akkúrat í olnbogabótinni (veit ekkert akkúrat núna hvað þetta svæði heitir sem er klassískt svæði þar sem dópistar sprauta sig) - ég er sem sé með tvö stungusár þar og það er ekki eftir eitthvað skelfilegt djamm sem ég myndi sjá eftir for the rest of my life - heldur eftir köttinn minn - lítur ekki beint vel út - þetta eru sem sé bitförin eftir blessaðan köttinn.
Ef þetta væri á hálsinum þá væri eins og drakúla hefði heimsótt mig í gær

tútírúdídú

Jamm I know - ömurlegur bloggari - búin að vera stuck á facebook þegar ég hef gefið mér tíma í eitthvað annað í vinnu og bjór. Vinna og bjór hefur átt hug minn allan síðustu vikurnar og mánuðina og svo auðvitað ýmsir tilgangslausir leikir á facebook - eða er það kannski ekki tilgangslaust að vita að maður er meira attractive en einhver annar vinur vina manna - hmmm bara veit ekki en nú skal ég fara gefa mér tíma í þetta blogg mitt.

Thursday, January 10, 2008

Vín

Mér finnst að einhver eigi að fara koma þessu á laggirnar. Ég mundi kaupa mér þennan kubb

Tuesday, January 08, 2008

kisur

fyrir þau sem elska kisur og þekkja þær út og inn

og sjáið líka þetta

Er að lifna við

Jæja er að lifna við eftir langt frí frá bloggi
bara búið að vera svo klikkað að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki hugsað um neitt annað dag og nótt, nótt og dag. en hey nenni ekki að tala um það

vildi benda ykkur sem eruð í eftir jólaátaki á þessa síðu og þá er síður líklegt að þið freistist