Æj ég held að ég sé alveg búin að gleyma að segja ykkur frá öllum fríkunum hér
alltaf gaman að fara út á meðal fólks hér og sjá ókeypis freak show. Lestarkerfið náttúrulega löðrar í þessu og er búin að sjá krypplinga, dverga, skeggjaða konu og fleira en það besta gerðist um daginn (og Lúlli missti af því)
Fórum í garð með vinkonu minni Jennifer og Tony kærasta hennar á Rise festival sem er fólk á móti rasisma hátíð. Svo fóru Lúlli og Jennifer að kaupa bjór og ég og Tony vorum eftir að spjalla. Þá kemur betlari til okkar sem var búinn að hanga í kringum okkur og spjalla aðeins og biður okkur að aðstoða sig. Hann missti nefnilega augað sitt í grasið og vantaði að fá aðstoð við hvort það væri ekki örugglega rétt í tóftinni núna. Þetta var ekkert smá súrrealískt þegar hann dustaði grasið af auganu - tróð því uppí tóftina og lagaði það eftir leiðbeiningum okkar - sem voru náttúrulega ekkert annað en gapandi munnur og nikk með höfði - "jú flott - er alveg á réttum stað núna" á meðan hugsunin í hausum okkar beggja var - bíddu hvað er eiginlega að gerast?!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Brilliant...
Hvar var myndavélin?
nákvæmlega - ég var bara svo hissa að ég náði ekki að taka mynd og hugsaði bara ekki út í því á meðan ég starði gapandi á manninn
Post a Comment