Sunday, October 30, 2005

Enn einu sinni

Magnað það er eins og mér takist hreinlega ekki að stilla klukkuna
Þetta er í fjórða skiptið síðan ég bý hér í London sem að ég klúðra
breytingunni á tímanum. Bæði ég og Solla vorum búnar að tékka vandlega á þessu
og vorum með það á hreinu að tíminn myndi breytast klukkan tvö aðfaranótt mánudags
en nei ó nei. Solla var búin að bjóða mér með sér í ræktina og ætluðum við í Body Pump klukkan 11 í dag og svo þegar við mætum á staðinn þá er bara ekkert Body Pump í gangi og við rosa gellur búnar að setja pallana, stangirnar og dýnurnar og tilbúnar og allt. Þá kemur kona og spyr hvort það eigi nú ekki að vera Circuit tími hér. Við bara 'nei nei það er Body Pump núna" - og hún "nei klukkan er bara 10 og Body Pump klukkan 11". Við pökkuðum dótinu aftur saman og vorum nú ekki alveg að trúa henni þar sem klukkan í salnum var 11 og Solla tékkar í móttökunni og það var sum sé rétt hjá konunni. "Agjörir lúserar"
Shit hvað gerum við þá - jæja drifum okkur í Circuit tímann sem var svona stöðvaþjálfun - púl og lyftingar - mjög gaman - soldið sætur þjálfari svo þetta reddaðist allt saman
whew

Wednesday, October 26, 2005

ARG

það er einhver að spila á eitthvað hátónað skemmtarahljóðfæri nokkurn veginn beint fyrir neðan gluggann á skrifstofunni minni. Gerist aldrei að það séu götuskemmtarar hérna á New Bond Street en greinilegt er að einhver ætlar að reyna að græða á ríka fólkinu (good luck) og drepa mig. Þetta byrjaði svona sem skemmtileg tilbreyting frá umferðarhljóðum eða hljóðleysi en nú er ég að klikkast og langar að rífa af þessari manneskju(m) - veit ekki hversu mörg þau eru - kjuðanna eða hvað hún er að spila með og lemja hana.
Er komin með headphona á hausinn en sá vinstri virkar ekki svo ég er með tónlistina mína í hægri eyranu og þessa skemmtaratónlist í því vinstra
úff - Hjálp

Neihei ég held bara að þau séu loksins hætt að spila
NEIIIIII byrjuð aftur og það verður bara enn hærra og
desperate að reyna að spila einhverja hressa tónlist sem gefur
peninga
OHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHhh
hvað ætli þau taki fyrir að fara
ég er viss um að fleiri í byggingunni séu tilbúnir
að leggja í bauk og koma þeim í burtu
og í raun fólk í öllum byggingunum í kring

Tuesday, October 18, 2005

Jey

Jey

mikið ánægð þegar ég fór inná skjá einn í dag og
sá að Silvía nótt er mætt aftur
nú getur maður aftur farið að fylgjast með marr

Monday, October 17, 2005

Mikil helgi

Jæja þetta var nú ágætis helgi náði að slaka á og gera fullt
Föstudag fór ég á Royksöpp tónleika með Sollu og Sindra - mikið stuð og mikið gaman
fannst einstaklega gaman og athyglisvert að fylgjast með gaurnum sem stóð við hliðina á mér þar sem ég var í gallabuxum og hlýrabol og hann með krossleggðar hendur, í þykkum leðurjakka og húfu - jamm á sveittum tónleikum - áttuðum okkur svo á því að hann var lífvörður og icon dópdílarans á svæðinu.

Laugardagur fór í langan göngutúr með Sollu um London. Ég var í smá greina og myndaleit og dró Sollu greyið með (hún vildi samt koma - ég bara bauð henni að koma með) og ég labbaði náttúrulega með hana á vitlausa stöð og dró hana um hálfa London fótgangandi - en ýkt hressandi og gaman og enduðum (aðs sjálfsögðu) í einu rauðvínsglasi.Svo fóru hún og Sindri í leikhús Vesturport - en ég var heima að vinna og horfa á video - næs

Sunnudagsmorgun - Body Pump - jeminn eini er náttúrulega varla búin að hreyfa mig fyrir utan labb og Solla bauð mér í ræktina með sér (hún á svona gesta miða) æðislegt að hreyfa sig aftur og lyfta smá lóðum en harðsperrurnar eru alveg að skemmta líkamanum mínum í dag. Eftir tímann dreif ég mig niður á Viktoria og hitti þar Lilju og við drifum okkur til Oxford -rútuferð um 1-1:30 tími. Mission sjá norn í krukku. Það er sum sé norn í krukku á safni í Oxford og alls lags vúdú dót - við komum til Oxford um 4 og safnið lokaði 4:30 en við náðum að sjá nornina sem var í silfurkrukku, og alls lags vúdudót - t.d. mínífóstur og hundakjálka. Hundakjálkann áttirðu að ganga með á þér og ef illir andar væru nálægt þá myndi hann gelta - shit ég myndi pissa á mig af hræðslu - frekar út af þessu skerí gelti heldur en einhverjum illum öndum. Jæja náðum líka að kíkja á náttúrusögu safnið þarna sem er með alls lags beinagrindur og skemmtileg heit og geimsteina. Enduðum svo í rómantísku strolli um university garðinn og smygluðum okkur bak við hjá einhverri guðfræðistofnun og skoðuðum okkur um. Svo kom leitin mikla að veitingastað þar sem við vildum eitthvað oxfordish en ekki pubbamat og ekki keðju - það tókst ekki og enduðum eftir tveggja tíma labb og leit að fara á Pizza Express (keðju). Ágætis matur nema hvað þegar við förum út byrjar Lilja að fá hræðilega krampa í magann svo ákváðum að drífa okkur upp í rútu heim til London. Svo uppí rútu og á fyrsta stoppi (enn inní Oxford) hleypur Lilja út og gubbar allri pizzunni í einhverja ruslatunnu - ég sjálf með geðveika krampa -greinilega ekki í lagi með pizzurnar en náði að halda niðri matnum en Lilja greyið fór 4sinnum að æla í klósettið í rútunni og það var varla líft fyrir lykt -
en loks komumst við heim til London og ég get sagt ykkur að ég var mikið fegið þegar ég gat loksins skriðið uppí sófa með öryggisteppi

Friday, October 14, 2005

SÚKKULAÐI

Í gær ákváðum við (SSL - Solla, Sindri og Laila) að horfa á Charlie and the chocolate factory. Ég tók ekki annað í mál en að það yrði keypt fullt af súkkulaði áður en horft yrði á þessa mynd - var búið að vera planað í einhvern tíma og búin að spara mér nammiát. Svo ég og Solla fórum út í sjoppu og keyptum kók og ýkt mikið af súkkulaði (sem náðist bæ þí vei ekki að klárast)
En nammi namm - sama þó Johnny Depp leiki frík og líki eftir Mikjáli Jakobssyni þá er hann alltaf sama jummýið - Og nú var hann meira að segja súkkulaðihjúpaður
What more can one ask for

Thursday, October 13, 2005

fimm og hálfur

ég var að fatta það rétt í þessu að ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna straight í fimm og hálfan tíma. Ekki standa neitt upp - ég áttaði mig bara ekki á tímanum
jæja best að standa upp og fara að pissa eða eitthvað

Wednesday, October 12, 2005

mér er svo kalt

Sit uppá skrifstofu að frjósa úr kulda
það er samt ekkert svo kalt úti (búið að vera í kringum 20 stiga hiti síðustu daga)
en málið var að það ringdi í dag
og það byrjaði náttúrulega að rigna þegar Laila var stödd í Soho á leið niðrá Leicester Square og regnhlífin uppá skrifstofu
svo nú sit ég með læsta hurð (NB ein) og er að reyna að þurrka skóna mína, sokkana og buxurnar á kælukerfinu - engir ofnar svo nú er bara verið að reyna að þurrka með köldu lofti - og ekki nóg með að maður sé að þurrka með köldu lofti þá situr maður hér á nærbuxunum.
Sérlega skemmtileg og framaleg sjón
brrrrrr

Monday, October 10, 2005

Hmmm á einhver afmæli

var að taka eftir að ég er búinn að óska fullt af fólki til hamingju með ammælinu undanfarnar vikur - þeim sem ég hef gleymt eða veit ekki ammælidaga sorrý og til hamingju hihihi
Ágætlega róleg helgi. Föstudagsvideo og fór svo í afmæli til Petro vinkonu minnar á laugardaginn. Hún er ein svona 'rich bitch' gella - pabbi hennar var stofnandi fyrstu gervihnattardiska fyrirtæki og producer í Suður Afríku og spredaði því svo um heiminn. Ekki litlir peningar þar og því mjög fyndið að fara í afmæli og hitta posh vini hennar - westend lið - pabbi borgar lið - var einmitt að segja einni hvar ég bý og hún varð bara ein stór augu og svo þegar ég sagðist hafa búið í Whitechapel þá hélt ég að það myndi líða yfir hana - mér leið eins og ég væri górilla í dýragarði hún bara starði og starði á mig - hahahah - svo náttúrulega kom í ljós að hún býr í South Kensington (chelsea - snobberí) svo það er ekki nema von - aumingja pabbastelpan.
Alltaf gaman að fara inní svona öðruvísi hópa sem finnst maður vera frík
(ekki rík frík)

Friday, October 07, 2005

Mugison

Fór í gær með Sollu og Sindra og vinnufélögum Sindra á Mugison tónleika
frábært í einu orði sagt

Fyrst voru tvær upphitunarhljómsveitir - man ekkert hvað þær heita núna
en fyrsta var hipp hopp hljómsveit með svona Bad Boy Buddy stíl þar sem söngvarinn var með svartan nælonsokk eða eitthvað álíka yfir hausinn - hárkollu og leik sér iðulega með uppblásnadúkku - hinir tveir í hljómsveitinni voru klæddir í pokamon búninga

Önnur hljómsveitin - íslensk - með svona sígaunatónlist - trompetleikarar, bassi, gítarar, básúna, harmonikka os.frv. - mjög góð

Mugison - náttúrulega snilldin ein - skemmti mér ýkt vel - frábær tónlistarmaður - endaði meira að segja að kaupa mér geisladisk eftir tónleikana og fá hann áritaðann
- var alveg ' uhhh vil ekki vera gruppía en gætirðu áritað hann - uhh'
Solla snilli gekk einu skrefi lengra og fékk hann til að árita brjóstið sitt
ég tek ofan fyrir þér Solla

en sum sé gott kvöld og mæli eindregið með Mugison

Thursday, October 06, 2005

Lag dagsins

Ég er viss um að á nóttinni þegar maður sefur fer maður eitthvað rosalega skemmtilegt og gerir eitthvað
Í nótt hef ég ábyggilega farið í 80's party þar sem ég vaknaði með og er enn með á heilanum:

I'm turning Japanese,
I think I'm turning Japanese
I really think so
dururudududu

Kannski fá fleiri það á heilann núna
Spread the joy
:)

Tuesday, October 04, 2005

Til hamingju með afmælið Þór

Til hamingju með afmælið Þór
þú lengi lifi húrra húrra húrra húrrrrraaaa

Og svo þar sem ég gat ekki staðist freistunga þá smá hérna lína

Þór er orðinn stór og ætti því að fá sér bjór
skál