Wednesday, December 28, 2005

Mætt á svæðið

Jæja þá er maður fluttur upp á Klaka
Svolítið fyndið - tekur smá tíma að venjast aftur
Fór einmitt í Bónus og hitti 3 sem ég þekki
ahhahaha - furðulegt - nú þarf maður að fara líta upp
á götunum og í búðunum svo maður sé ekki að dissa fólk
svo ef einhver sér mig og ég heilsa ekki þá
er ég enn í Lúndúnargírnum að horfa í gegnum fólk
sorrý pikkið bara í mig

Friday, December 23, 2005

GLEÐILEG JÓL

Gleðileg jól öll saman
Ég ætla að spara tré og senda bara svona jólakveðju á blogginu.
Njótið jólanna sem allra allra best
borða, liggja, borða og gera ekki neitt
ahhhh
svo þeir sem eru á Íslandi ég sé ykkur fljótlega
jólakveðja frá mér

Wednesday, December 21, 2005

Trúboð eða hvað

Er að lesa Röddina eftir Arnald Indriðason. Varð náttúrulega að lesa eitthvað eftir manninn sem hlaut the Golden Dagger - svo ég rumpaði af Mýrinni um daginn og er nú sest yfir Röddina (sest yfir þýðir hjá mér - lesa í strætó þegar ég fæ sæti)

Í byrjuninni á Röddinni tala þeir um trúboðsstellinguna og hvaðan það orð hafi nú komið. Ég að sjálfsögðu mjög forvitin - og mundi að ég hefði einhvern tímann lesið mér til um það en vegna þess að heilinn á mér er of lítill til að geyma svona staðreyndir flétti ég þessu upp og ákvað að skrifa það hér til að muna það frekar og að sjálfsögðu líka að deila með ykkur

Trúboðsstellingin (Missionary Position) er orð sem að hipparnir fundu upp þ.e. að kalla þessa stellingu þetta (kemur fyrst fram í Oxford orðabókinni 1969). En allaveganna þá ákváðu trúboðar á miðöldum að trúðboðsstellingin væri eina rétta leiðin til að stunda samfarir - þeir hefðu séð svo mikið af "ógeðis fólki" vera að stunda kynlíf í allar áttar og fannst það ekki vera við sóma (Og spáið í því nú er fólk að fara á námsskeið til að aflæra trúboðsstellinguna). Sem sé eina rétta stellingin átti að vera sú að maðurinn væri ofan á konunni og andlit þeirra snéru að hvort öðru. Svo þá er spurningin - afhverju á maðurinn alltaf að múna á GUÐ - ég bara skil það ekki - var það kannski að þarna voru þeir að sýna Guði að þetta var þeirra eign en ekki hans svo að Guð mundi ekki koma og barna konur þeirra?!
Nei mér er bara spurn!!!

Monday, December 19, 2005

Friday, December 16, 2005

pæling

Var að spá hvort Kanar hefðu verið fljótari að skrifa sms heldur en evrópubúar í byrjun þar sem þeir eru alltaf með númer með bókstöfum eins og 0800 Sexual eða 0800 Advert o.þ.h.

Þetta er pæling
hmmmmm

Thursday, December 15, 2005

merkilegt

Ég var að læra nýtt um Breta í morgun þegar ég rölti með kaffibollann minn um stræti London. Svona gular línur í götunni til að merkja að það megi ekki leggja o.s.frv. eru ekki málaðar á. Heldur eru teknir gulir borðar og lagðir á jörðina og svo nota þeir logsuðutæki til að festa þá
alveg hreint merkilegt

Friday, December 09, 2005

Paris Hilton


Rakst á slúður um Paris Hilton. Hún var að fá sér nýtt gæludýr
Ótrúlegt hvað er hægt að fylgjast með þessu fræga fólki
sem sumt er bara frægt fyrir að vera ríkar hórur. En hvað um það
þá var hún sem sé að fá sé Kinkajou (veit ekkert hvað þetta
heitir á íslensku) en ég verð að viðurkenna að mér finnst hann
soldið sætur. Ætli Tinkerbell (hundurinn) og þessi nýji
apaköttur þurfi að deila fataskápnum eða fær hann alveg
ný föt. Hvað haldið þið?

Thursday, December 08, 2005

jólakötturinn eða bara eyðsla?

ég sendi öll vetrarfötin mín til Íslands þar sem ég bjóst við að vera komin fyrr heim.
Þess í stað hef ég verið í litlum jakka að frjósa úr kulda síðustu þrjár vikur - þ.e. eftir að það var orðið kalt.
Svo verð ég líka að undirbúa för mína á klakann - líður eins og pólfara
og því skellti ég mér í hina yndislegu H&M áður en ég mætti í vinnuna í morgun. yndislegt að versla svona snemma - maður fær svo góða þjónustu og það er ekkert að gera. Kom út með vetrarkápu, bol og peysu. Fínt í bili. Tók eina skó frá í Topshop - ætla að kíkja aftur á þá á eftir. Er núna að spá hvort ég eigi að skella mér á einar stuttbuxur sem ég mátaði í H&M -og kannski einhver hálsmen.
Eins og ég segi þá þarf ég að undirbúa mig fyrir pólförina - ekkert H&M - það verður hryllingur - já og svo má ég heldur ekki fara í jólaköttinn -
já það er málið - má ekki fara í jólaköttinn - verð að kaupa fleiri föt

Wednesday, December 07, 2005

20 dagar

20 dagar þar til ég heiðra Ísland með nærveru minni - það er eins gott að rauði dregillinn verði settur út í Keflavík

Þarf að versla ýkt mikið af fötum (H&M) áður en ég kem heim - tekst samt ábyggilega ekki af því ég ætla að kaupa eitthvað - ef ég ætlaði ekki að kaupa myndi ég finna fullt

17 dagar til jóla eða jafnvel 18 - kannski höldum við bresk jól

16 dagar þar til í hitti Lúlla aftur - þá eru komin jóla hjá mér

hmm - fer að versla á morgun
og hinn
og hinn
og hinn
og hinn

Sunday, December 04, 2005

ef manni leiðist

Strákarnir á efri hæðinni hérna voru að gefa mér nýja hugmynd ef manni leiðist.
Þeir voru að búa til skutlur og láta þær fljúga ofan af svölunum.
Sniðugt ef manni leiðist og veit ekki hvað maður á af sér að gera.
Hægt að fara í keppni og allt.

snilld


Mér finnst þetta alger snilld - væri kúl að eiga svona