Wednesday, December 21, 2005

Trúboð eða hvað

Er að lesa Röddina eftir Arnald Indriðason. Varð náttúrulega að lesa eitthvað eftir manninn sem hlaut the Golden Dagger - svo ég rumpaði af Mýrinni um daginn og er nú sest yfir Röddina (sest yfir þýðir hjá mér - lesa í strætó þegar ég fæ sæti)

Í byrjuninni á Röddinni tala þeir um trúboðsstellinguna og hvaðan það orð hafi nú komið. Ég að sjálfsögðu mjög forvitin - og mundi að ég hefði einhvern tímann lesið mér til um það en vegna þess að heilinn á mér er of lítill til að geyma svona staðreyndir flétti ég þessu upp og ákvað að skrifa það hér til að muna það frekar og að sjálfsögðu líka að deila með ykkur

Trúboðsstellingin (Missionary Position) er orð sem að hipparnir fundu upp þ.e. að kalla þessa stellingu þetta (kemur fyrst fram í Oxford orðabókinni 1969). En allaveganna þá ákváðu trúboðar á miðöldum að trúðboðsstellingin væri eina rétta leiðin til að stunda samfarir - þeir hefðu séð svo mikið af "ógeðis fólki" vera að stunda kynlíf í allar áttar og fannst það ekki vera við sóma (Og spáið í því nú er fólk að fara á námsskeið til að aflæra trúboðsstellinguna). Sem sé eina rétta stellingin átti að vera sú að maðurinn væri ofan á konunni og andlit þeirra snéru að hvort öðru. Svo þá er spurningin - afhverju á maðurinn alltaf að múna á GUÐ - ég bara skil það ekki - var það kannski að þarna voru þeir að sýna Guði að þetta var þeirra eign en ekki hans svo að Guð mundi ekki koma og barna konur þeirra?!
Nei mér er bara spurn!!!

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst að þau ættu að liggja þvers og kruss. +