Thursday, December 08, 2005

jólakötturinn eða bara eyðsla?

ég sendi öll vetrarfötin mín til Íslands þar sem ég bjóst við að vera komin fyrr heim.
Þess í stað hef ég verið í litlum jakka að frjósa úr kulda síðustu þrjár vikur - þ.e. eftir að það var orðið kalt.
Svo verð ég líka að undirbúa för mína á klakann - líður eins og pólfara
og því skellti ég mér í hina yndislegu H&M áður en ég mætti í vinnuna í morgun. yndislegt að versla svona snemma - maður fær svo góða þjónustu og það er ekkert að gera. Kom út með vetrarkápu, bol og peysu. Fínt í bili. Tók eina skó frá í Topshop - ætla að kíkja aftur á þá á eftir. Er núna að spá hvort ég eigi að skella mér á einar stuttbuxur sem ég mátaði í H&M -og kannski einhver hálsmen.
Eins og ég segi þá þarf ég að undirbúa mig fyrir pólförina - ekkert H&M - það verður hryllingur - já og svo má ég heldur ekki fara í jólaköttinn -
já það er málið - má ekki fara í jólaköttinn - verð að kaupa fleiri föt

No comments: