Saturday, April 28, 2007

hár

fór með Drífu í búðir í dag sem er kannski ekki frásögufærandi nema ég var góður sjopping partner og náði að bomba fullt af dóti á hana - ég sjálf í straffi vegna ofureyðslu í London - keypti samt hlýrabol og eyrnalokka - hey má smá

allaveganna þá var Drífa að máta gallabuxur í Debenhams og ég var að skoða mig í speglinum - mjög nálægt - og tek þá eftir svörtu hári - kolbikasvöru hári á hökunni - eitt hár sem stakkst út úr hökunni minni - what the f.... hvað er þetta - sýndi Drífu í mikilli örvæntingu og hún kallaði mig gamla konu - eða svona næstum því. Enginn plokkari með í för hvað er í gangi - hélt reyndar að þetta gæti verið að það hefði stungist hár þarna inn vegna þess að ég fór í klippingu í gær - vonandi - er sko ekki til í að fá hár á hökuna eins og gömlu konurnar

en mér til mikillar ánægju þá er þetta hár núna farið - án plokkara - bara farið - svo það hlýtur að hafa verið hár úr klippingunni - eða það er eins gott !!!!!!!!!

2 comments:

Anonymous said...

Haha búkonuhár! Ég fæ mjög reglulega svona hár á hökuna, alltaf á sama stað.. Hmm samt held ég alltaf að ég hafi náð því upp með rótum! >:(

Anonymous said...

Nokkuð orðið vör við loðnar vörtur?