Var í Pizzupartý hjá Evu í gær og þar sem ég hef ekki mikla þolinmæli fyrir sjónvarpi og hvað þá Eurovision þá fór ég að tala um hluti sem mörgum fannst bara fyndnir. Kallað játningar Lailu og fyrst allir voru ekki þar þá er best að koma þessu bara út - man reyndar bara tvennt
- Mín fjölskylda sat og horfði á Eurovision saman þegar ég var lítil (Þegar það var enn sinfónía, allir sungu á sínu tungumáli og mun meiri hátíðleiki var yfir öllu) - allaveganna þá sátum við systurnar með upptökutæki (kassettu) og vorum með hljóðnema og þegar lag var að byrja ýtti sú elsta á rec og play og sagði t.d. Þýskaland og svo var lagið tekið upp. þetta voru mjög hátíðleg móment í minni fjölskyldu
- ég átti plötuna (svona plata með einu lagi á hvorri hlið) með henni Nicole sem vann 1982 með ein bisschen Frieden - á einni hliðinni var þýski textinn og hinni hliðinni enski - mér fannst hún ÆÐI
- Ég held ég hafi ekki misst af einni Eurovision keppni - horfði meira að segja á þegar Íslendingar sendu Angel en þá bjó ég í Danmörku og heyrði og sá lagið þá í fyrsta sinn - ég roðnaði og blánaði af aumingjahrolli yfir laginu og fílaði miklu betur lagið sem Danirnir sendu Never let you go en það lenti í 2. sæti á meðan Íslendingar voru í næstneðsta og fengu bara 3 stig í allri keppninni
- ég var ýkt sár yfir að Danirnir unnu ekki þá keppni þar sem ég bjó í Köben og var svo tilbúin til að fara út og finna fyrir þjóðarstolti með Dönunum sem ég vissi að ég myndi aldrei (aldrei að segja aldrei) upplifa með Íslendingum = þ.e. að vinna Eurovision
1 comment:
Æ, ég samhryggist, þó að ég tilheyri sjálf þeim ótrendí fúla-á-móti minnihlutahópi sem hefur í alvöru sama og engan áhuga á fyrirbærinu (nema mannfræðilegan). Ég hélt eiginlega frekar með hinu landinu þínu, en það gekk víst ekki heldur. Leggjum bara Austur-Evrópu niður, ok?
Post a Comment