Góð helgi hjá okkur skötuhjúunum.
Föstudagur - hmmm eftir langan vinnudag - fórum við skötuhjúin og fengum okkur einn bjór á barnum okkar sem urðu svo þrír eða fjórir - man það ekki. Svo fórum við á laugardaginn í picknick á Primrose hill en það var svo steikt að við náðum ekki að liggja neitt - runnum niður hlíðina á svitanum okkar. Alveg eins og á fljúgandi teppi nema þetta var svitateppið. Fórum þá og hittum Evu Huld og Hlyn þar sem ég var að taka viðtal við Hlyn fyrir Moggann. Enduðum náttúrulega á pubbnum klukkan fjögur til að svala þorstanum og vorum þar til níu því þá buðu þau okkur í mat. Nokkrum bjórum síðan og mjööööög góðum mati fórum við í lestina heim.
Varla hægt að sofa fyrir hita svo málið var að fara bara í picknick aftur snemma á sunnudeginum. Ákváðum að hitta aftur E og H og fleira fólk á Hamstead Heith. Það var meira hróar hattar ævintýrið þar sem ég (og journey planner) fórum út á vitlausri stöð sem var efst á hæðinni (í raun extension af garðinum) löbbuðum í gegnum Hróar Hattar skóg í svona 45 mín. þar til við loksins fundum þau. Maður varð náttúrulega að skála fyrir því að við komumst heil á höldu úr þessu svo tvær hvítvínsflöskur voru slumpaðar í sig og svo eftir það var haldið á bar í nokkra drykki enn. Komum þó skynsamlega snemma heim til að taka á móti nýrri viku.
Plan A fyrir þessa viku er að liggja í sólbaði þar sem það verður 30 stiga hiti alla vikuna.
Plan B að vinna eitthvað líka.
Plan C að drekka minna en í síðustu viku
Veit ekkert hvað við stöndum við en maður verður jú að hafa markmið í lífinu
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment